Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hadda Borg Íslandsmeistari í hrútadómum
Fréttir 30. ágúst 2016

Hadda Borg Íslandsmeistari í hrútadómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram um síðustu helgi á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð sigraði mótið að þessu sinn fyrst kvenna. Alls tóku 75 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni.

Keppt er í tveimur flokkum, vanir hrútadómarar sem kunna að stiga hrúta eftir öllum kúnstarinnar reglum keppa í öðrum flokknum og þar er keppt um Íslandsmeistaratitil. Í hinum flokknum keppa óvanir og hræddir hrútaþuklarar sem eiga að raða fjórum veturgömlum hrútum í gæðaröð og rökstyðja matið. Áður en keppnin hefst er dómnefnd búin að velja fjóra dálítið misjafna hrúta úr stærri hópi fyrir keppendur að leggja mat á, en í henni voru að  þessu sinni Jón Viðar Jónmundsson og Svanborg Einarsdóttir ráðunautur.

Karlavígið í hrútaþukli fallið

Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð, 23ja ára Strandamær, var sigurvegari mótsins að þessu sinni og Íslandsmeistari. Hún er fyrsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn í þessari keppni frá því hún var fyrst haldin fyrir þrettán árum og jafnframt langyngsti sigurvegarinn. Í öðru sæti í flokki vanra varð Jón Jóhannsson, bóndi á Þverfelli í Saurbæ í Dölum, og jafnir í þriðja sæti urðu Haraldur V.A. Jónsson á Hólmavík, Elfar Stefánsson í Bolungarvík og Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi, en sá síðastnefndi hefur sigrað 4 sinnum í þessari skemmtilegu og sérstæðu keppni.

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigruðu mæðgurnar Íris Ingvarsdóttir, Þórdís og Lóa, sem búsettar eru í Reykjavík, en í öðru sæti var drengur sem heitir Halldór Már. Í þriðja sæti voru svo þrír Strandamenn og náttúrubarnaskólateymi sem vann saman, Marinó Helgi Sigurðsson á Hólmavík, Ólöf Katrín Reynisdóttir í Miðdalsgröf og Þórey Dögg Ragnarsdóttir á Heydalsá.

Á hrútadómunum var einnig haldið líflambahappdrætti þar sem í vinninga voru frábær líflömb frá bændum á Ströndum, við Djúp og í Reykhólasveit. Góð þátttaka var í happdrættinu. 

Skylt efni: hrútadómar | Hrútaþukl

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...