Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda.
Guðfinna Harpa Árnadóttir á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda.
Mynd / smh
Fréttir 5. apríl 2019

Guðfinna Harpa er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Höfundur: smh

Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu, er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). Kosið var rétt í þessu á milli þriggja frambjóðenda á aðalfundi LS sem nú stendur yfir á Hótel Sögu.

Í framboði voru auk Guðfinnu Hörpu þeir Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð 2, og Sigurður Þór Guðmundsson í Holti. Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu, dró framboð sitt til baka rétt fyrir kosningu og lýsti yfir stuðningi við Guðfinnu Hörpu.

Kosið var á milli þeirra Guðfinnu og Sigurðar þar sem þau hlutu flest atkvæði í fyrstu umferð og hlaut Guðfinna þá 23 atkvæði en Sigurður 15 og einn skilaði auðu.

Guðfinna Harpa starfar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og hefur áður starfað hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Í tilkynningu á Facebook-síðu hennar vegna framboðsins segir:

„Á undanförnum vikum hef ég íhugað hvert ég vil sjá sauðfjárrækt, sauðfjárbændur og Landssamtök sauðfjárbænda stefna. Hvatinn að þeim vangaveltum mínum er að hluta til rekstrarstaða sauðfjárbúa út frá mjög lækkuðu afurðaverði undanfarinna ára, að hluta til nýsamþykkt endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar og svo sú staðreynd að Oddný Steina Valsdóttir formaður landssamtakanna hefur ákveðið að að draga sig í hlé eftir góð og mikil störf á krefjandi tímum.

Mín sýn á framtíð sauðfjárbúskapar á Íslandi, dregin saman í örfá orð, er björt og sé ég fyrir mér að hún muni byggja á öflugri markaðssetningu, hérlendis og erlendis, á einstakri og eftirsóttri gæðavöru sem framleidd er af metnaðarfullum bændum sem standa þétt saman um stóru málin þrátt fyrir að þeir reki hver sitt fyrirtæki á sinn hátt.

Markmið eins og þau sem ég set fram hér að framan nást ekki af sjálfu sér og þarf þá hver og einn að meta hvað hann getur lagt af mörkum. Ég á auðvelt með að ná yfirsýn, er heiðarleg, dugleg og sjálfstæð í vinnubrögðum en á líka gott með að vinna með fólki og virkja fólk með mér vegna þess að ég hlusta á fjölbreytt sjónarmið og er tilbúin að miðla upplýsingum til fólks.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f