Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mynd: Odd Stefán.
Mynd: Odd Stefán.
Fréttir 29. september 2017

Grunur um veirusmit í tómatplöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu prófanir benda til að upp sé komin sýking af völdum vírus sem kallast Pepino mósaík vírus, PMV, í tómatarækt hér á landi. Vírusinn er landlægur víðast hvar í tómatarækt í Evrópu og víðar í heiminum. Vírusinn er ekki hættulegur mönnum en dregur úr uppskeru tómata.

Katrín María Andrésdóttir.

„Samkvæmt einfaldri prófun sem gerð hefur verið á tómatplöntum í ræktun í gróðurhúsum er líklegt að um sýkingu af völdum Pepino mósaík vírus sé að ræða en til að fá það 100% staðfest hafa verið send sýni til rannsóknar og staðfestingar,“ segir Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.“

Minni uppskera komi fram sýking

Skaði af völdum PMV felst í því vírusinn berst um sáldæðakerfi plantanna. Komi einkenni sýkingar fram geta blöðin verpst, aflagast og fram kemur litamunur á þeim. Blómum fækkar og aldinmyndun verður minni og það koma fram á tómötum blettir sem líkjast gulum blossum eða sólgosi.

 

Fundur með tómatabændum

Tómatræktendur hittust á fundi á Selfossi í gær ásamt Helga Jóhannessyni garðyrkjuráðunaut Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Dr. Sigurgeiri Ólafssyni plöntusjúkdómafræðingi.

Á fundinum var farið yfir næstu skref, sem byggja á því að staðfesta greiningu og útbreiðslu og gera áætlun um hvernig útrýma megi veirunni og verjast vágestum af þessum toga.

Afar smitandi vírus

Ef marka má fyrstu prófanir hefur vírusinn náð að dreifst töluvert út í tómatarækt hér á landi enda er hann afar smitandi. Vírusinn finnst í safa plantanna og getur smitast við snertingu.

Katrín María segir að PMV sé ekki á lista Matvælastofnunar yfir tilkynningaskylda óværu en að hann sé á A2-lista EPPO sem eru samtök um plöntur og plöntuheilbrigði í Evrópu og við Miðjarðarhafið. „Ástæða þess að vírusinn er á A2-lista EPPO er að hann hefur komið upp í flestum löndum Evrópu og meðal annarra öllum flestum þeim löndum sem fluttir eru inn tómatar frá til Íslands.“

Hefur verið útrýmt

„Í einhverjum tilfellum hefur  tekist að útrýma þessum vírus í ræktun annarsstaðar í heiminum, til dæmis í Finnlandi, og við stefnum á að gera það líka hér á landi. Sem stendur er verið að kortleggja stöðuna og aðgerðir um hvernig best verður að því staðið og ekki síst að skoða hvernig hægt er að styðja við bakið á þeim sem þurfa að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir til að ráða niður lögum þessar óværu.“

Leita ráðgjafar finnsks sérfræðings

„Við erum svo heppin að eiga aðgang að finnskum ráðanaut sem hefur sérþekkingu og reynslu í að ráða niðurlögum þessa vírus og þekkir vel til tómataræktunar á Íslandi. Sá hefur einmitt unnið að ráðgjöf við íslenska ræktendur á undanförnum árum í nánu samstarfi við garðyrkjuráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Sem stendur er verið að gera áhættugreiningu og skoða hugsanlegar smitleiðir vírussins hér á landi og skipleggja mótvægisaðgerðir.“

Stuðningur til bænda

Katrín María segir að hjá Sambandi garðyrkjubænda sé verið að skoða hvaða stuðning hægt er að veita félagsmönnum sem kunna að þurfa að fara út í aðgerðir.

Eins og gefur að skilja er ekki um einfaldar aðgerðir að ræða þegar útrýma þarf vírussýkingu úr gróðurhúsi. Það getur þurft hreinsa allt út úr húsunum og sótthreinsa þau og alltaf er hætta á að vírussýking geti sprottið upp aftur. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er gríðarlegur og á stærstu tómatabýlunum getur hann numið tugum milljóna króna.

Sú staða getur hugsanlega komið upp að garðyrkjubændur leggi ekki í kostnaðinn ef þeir þurfa að taka skellinn einir og ákveði að hætta framleiðslu.. 

Í  32. grein búvörulaga nr. 99/1993 er heimild til að halda tímabundið áfram samningsbundnum stuðningi ef framleiðsluskilyrði raskast af ástæðum sem framleiðandi getur ekki haft áhrif á. Við erum að skoða hvort það geti átt við nú en þrátt fyrir þann stuðning er ljóst að þeir sem þurfa mögulega að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir sitja væntanlega eftir með töluvert, fjárhagslegt tjón.“
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...