Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá framkvæmdunum á Espiflöt.
Frá framkvæmdunum á Espiflöt.
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að hækkun á einu gróðurhúsi blómabændanna sem þar reka garðyrkjustöð sína, í því skyni að skapa skilyrði til aukinnar framleiðslu.

Mikill uppgangur hefur verið í blómaframleiðslu á undanförnum árum, eða allt frá því að Covidfaraldurinn skall á Íslandi í byrjun árs 2020.

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, stýrir garðyrkjustöðinni á Espiflöt og segir hann að tekið hafi verið gamalt og vel byggt 1.200 fermetra gróðurhús og það hækkað um 1,5 metra.

„Við fengum hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þannig aðgerðum til að sjá um verkið. Með aukinni lofthæð skapast betri skilyrði inni í gróðurhúsinu hvað varðar loft og raka. Við getum líka sett upp öflugri vaxtarlýsingu,“ segir Axel.

Axel gerir ráð fyrir að uppskeran aukist um 30–50 prósent þegar framkvæmdinni er lokið og gróðurhúsið komið í fullan gír aftur.

„Sala á blómum jókst mjög í Covid og hefur ekkert dregist saman síðan. Þetta hefur aukið á tekjur okkar og við nýtt það til að reyna að gera enn betur eins og þessi aðgerð sýnir.“

Frá framkvæmdunum á Espiflöt.

Skylt efni: blómabændur | Espiflöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...