Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hans konunglega hátign Karl  Bretaprins.
Hans konunglega hátign Karl Bretaprins.
Fréttir 2. janúar 2018

Gróðureyðingin á hásléttunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Karl Bretaprins hefur skorað á fyrirtæki heims að undirrita Cerrado stefnuyfirlýsinguna sem felur í sér vilja til að vernda náttúrulega mikilvæg svæði á heimsvísu.

Eyðing regnskóga Amason­svæðisins er kunnuglegt stef sem hefur verið umfjöllunarefni náttúruverndunarsinna síðustu þrjá áratugi. Í dag er þorri almennings meðvitaður um hætturnar sem skógareyðingin veldur.

Ein ástæða þess að dregið hefur úr skógareyðingu í Brasilíu er að sú að hluti þeirra fyrirtækja sem áður stóðu fyrir skógareyðingunni hafa flutt starfsemi sína yfir á graslendi og sléttur landsins. 

Áhyggju umverfisverndunarsinna í dag beinast að þeirri staðreynd að til að draga úr eyðingu regnskóganna vegna framleiðslu á soja og nautakjöti hafa framleiðendurnir flutt sig yfir á minna nýtt náttúrulegt graslendi. Talið er að náttúrulegt graslendi í Brasilíu þeki um tvo milljón ferkílómetra lands.
Prinsinn af Wales ítrekaði fyrir skömmu að alvarleika málsins og benti á að náttúrulegum gresjum um allan stafaði hætta af aukinni ræktun og þyrfti á aukinni vernd að halda.

Þrátt fyrir að vistkerfi gresja hafi ekki verið jafn mikið í umræðunni og vistkerfi regnskóganna undanfarin ár er það engu minna mikilvægt. Fjölbreytni dýra og plantna á gresjum er mikil og þær eru ekki síst mikilvægar fyrir það hversu vel þær binda koltvísýring.

Í dag hafa 23 stórfyrirtæki skrifað undir Cerrado yfirlýsinguna. Þar á meðal eru Walmart, Marks & Spencer, Sainsbury’s, Carrefour, McDonald’s, Nando’s, Nestle og L’Oreal.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...