Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hnúfubakar eru farnir að sjást í auknum mæli í Ísafjarðardjúpi á meðan mjög fáar hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum.
Hnúfubakar eru farnir að sjást í auknum mæli í Ísafjarðardjúpi á meðan mjög fáar hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum.
Mynd / Todd Cravens
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillögu til atvinnuvegaráðherra að Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala með reglugerð.

Þar segir að á undanförnum árum hafi byggst upp fjölbreytt ferðaþjónusta í og við Ísafjarðardjúp og er skipulögð hvalaskoðun frá Ísafirði hluti af því. Þá hafa fyrirtæki sem annast siglingar með ferðamenn um svæðið notið þess að hnúfubakur er í auknum mæli farinn að láta sjá sig í Ísafjarðardjúpi.

Í lok síðasta árs var gefið út veiðileyfi fyrir allt að 217 hrefnur árlega til minnst fimm ára. Í áðurnefndu erindi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Hvalaskoðunarsamtakanna (Icewhale) segir að hrefnuveiðimenn hafi lýst því yfir að veiðarnar muni fara fram í og við Ísafjarðardjúp. SAF og Icewhale segja einungis tvær hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum í Ísafjarðardjúpi á tímabilinu júní til september í fyrra.

Í erindinu er bent á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi árið 2017, þegar hún var landbúnaðarog sjávarútvegsráðherra, stækkað griðasvæði hvala í Faxaflóa umtalsvert í framhaldi af ósk Icewhale. Bent er á að fleiri fordæmi séu fyrir griðasvæðum hvala, meðal annars í Steingrímsfirði, Eyjafirði og við Skjálfanda.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur rætt erindið á sínum fundi og bókað eftirfarandi: „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar getur tekið undir að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi illa samleið ef ekki er hugað að sambúð þessara atvinnugreina. Bæði minnkar það sem af er tekið, en einnig geta veiðarnar, löndun og verkun haft neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Ein leið er að stofna griðasvæði eins og bréfritarar leggja upp með, en einnig má hugsa sér aðrar takmarkanir í tíma eða rúmi.“

Skylt efni: ferðaþjónusta

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f