Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu
Fréttir 25. september 2015

Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sjö plantekrufyrirtækja hafa verið handteknir í Indónesíu í tengslum við gríðarlega skógarelda sem geisa þar.

Talið er að kveikt hafa verið í stóru skóglendi til að rýma fyrir ræktun á olíupálma til framleiðslu á pálmaolíu.

Skógareldarnir undanfarnar vikur eru með þeim stærstu sem orðið hafa í landinu og ná yfir um tvö hundruð þúsund hektara lands sem er að stórum hluta friðaðir frumskógar.

eykjarkófið frá eldunum er gífurlega mikið og hefur valdið mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum var lokað.

Grunur leikur á að stjórnarmenn fyrirtækja sem hafa hag af því að frumskógar séu felldir standi á bak við upptök eldanna. Sannist það eiga þeir harða dóma yfir höfði sér.

Þrátt fyrir tilraunir til að slökkva eldana hefur slíkt skilað litlum árangri og ekki hjálpar til að nú stendur yfir þurrkatímabil á þessum slóðum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...