Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Fréttir 21. júní 2019

Gríðarlegir þurrkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklir þurrkar á Indlandi hafa leitt til þess að fólk hefur flúið hundruð þorpa. Hitinn hefur víða farið yfir 50° á Celsíus og ekki er talið að það muni rigna á næstu vikum.

Hitabylgjan sem legið hefur eins og mara yfir hluta Indlands undanfarnar vikur hefur leitt til mikilla þurrka og vatnsskorts. Allt að 90% íbúa í smáþorpum hafa flúið heimili sín í leit að vatni og dæmi eru um að veikir og aldraðir hafi veri skildir eftir.

Yfirvöld segja að þurrkarnir séu verri en þurrkarnir árið 1972 sem leiddu til þess að yfir 25 milljón manns lentu á vergangi og þúsundir létust. Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.

Ástæða hitabylgjunnar er veðurfyrirbærið El Nino sem er heiti yfir breytingar á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu, Ástralíu og Indlandi, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...