Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríðarlega mikilvægan vettvang fyrir samtal ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum.

COP30 lauk í Brasilíu í nóvember án þess að í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar væri áætlun um útfösun jarðefnaeldsneytis og olli það miklum vonbrigðum. Höfðu fleiri en 80 ríki kallað eftir því sérstaklega og til umfjöllunar verið þrjár leiðir að slíku markmiði. Olíuríkin lögðust gegn þeim og komu þannig í veg fyrir að þessa sæist staður í lokaútgáfu yfirlýsingarinnar.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, segir þó mikinn árangur hafa náðst á vettvangi COP, ekki aðeins í lækkun spár um hækkun hitastigs byggðum á þróun losunar, heldur megi sjá stórt stökk í innleiðingu á endurnýjanlegum orkugjöfum um allan heim. Kostnaður þeirra lausna hafi hríðfallið. COP sé enn gríðarlega mikilvægur vettvangur og erfitt væri að hugsa til þess hvar við værum ef ekki væri fyrir Loftslagssamninginn og Parísarsamkomulagið.

„Árangur byggir þó mjög á því að ríkin vinni sína heimavinnu og leggi fram áætlanir og aðgerðir heima fyrir. Það finnst mér oft gleymast í umræðunni. Mjög erfitt er í alþjóðasamstarfi, ekki síst í loftslagsmálum, að segja öðrum þjóðum fyrir verkum. Ríki heims og aðstæður í hverju landi eru mjög ólíkar – það er misjafnt hvaða áskoranir þau glíma við og nauðsynlegt að hvert ríki fái að hanna sína vegferð á eigin forsendum,“ segir Anna.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera með 50 til 55% markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2035, á meðan löndin í kringum okkur séu að setja sér metnaðarfyllri markmið. Danmörk sé, svo dæmi sé tekið, með 82% markmið og Evrópusambandið sé nær 70 prósentunum. Heildarmarkmið Íslands, séu markmið um samfélagslosun, landnotkun og ETS þýdd saman, sé um 12 til 15%.

Sjá nánar á síðu 30 í nýja Bændablaði

Skylt efni: COP30

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...