Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér er íslenski hópurinn sem tekur þátt í innri vinnuhópum. F.v.: Eva Hlín Alfreðsdóttir, alþjóðaskrifstofa, Áshildur Bragadóttir endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri, Jóhanna Gísladóttir lektor, Gunnhildur Guðbrandsdóttir, kennsluskrifstofa, Utra Mankasingh verkefnastjóri, Eva Símonardóttir, tölvuþjónusta, Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarsvið, Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi. Öll eru þau fulltrúar í mismunandi vinnuhópum og eru Jóhanna og Christian einnig í yfirstjórn netsins og síðan stýra Christian og Utra sínum vinnuhóp um gæðamál og endurgjöf.
Hér er íslenski hópurinn sem tekur þátt í innri vinnuhópum. F.v.: Eva Hlín Alfreðsdóttir, alþjóðaskrifstofa, Áshildur Bragadóttir endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri, Jóhanna Gísladóttir lektor, Gunnhildur Guðbrandsdóttir, kennsluskrifstofa, Utra Mankasingh verkefnastjóri, Eva Símonardóttir, tölvuþjónusta, Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarsvið, Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi. Öll eru þau fulltrúar í mismunandi vinnuhópum og eru Jóhanna og Christian einnig í yfirstjórn netsins og síðan stýra Christian og Utra sínum vinnuhóp um gæðamál og endurgjöf.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 6. nóvember 2023

Gríðarleg tækifæri í menntun á sviði landbúnaðar og lífvísinda

Höfundur: Jóhanna Gísladóttir, lektor hjá LbhÍ.

Frá 23. til 25. október 2023 fór fram allsherjarfundur í Háskólanum í Almería á Spáni þar sem yfir hundrað sérfræðingar frá átta evrópskum lífvísindaháskólum komu saman undir merkjum UNIgreen samstarfsins.

Landbúnaðarháskóli Íslands er einn af þessum átta háskólum, og sóttu fulltrúar á breiðu sviði starf- semi háskólans viðburðinn, meðal
annars þeir sem vinna að alþjóðasamskiptum, á kennslusviði, endurmenntun, tölvu-
tækni, rannsóknum og almannatengslum.

UNIgreen háskólanetið miðar að því að endurhugsa menntun í landbúnaði, lífvísindum og líftækni til að mæta áskorunum samtímans og stuðla að grænni umbreytingu. Hugmyndafræði samstarfsins er grænn, evrópskur háskóli sem skuldbindur sig til að finna lausnir til framtíðar. Öll erum við að kljást við sömu mikilvægu spurningarnar um það hvernig framleiða megi matvæli á sem sjálfbærastan hátt, með nýsköpun að leiðarljósi.
Ljóst er að í samstarfinu felast gríðarleg tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk LbhÍ að stunda nám, afla sér þekkingar og fara í samstarf við þá evrópsku skóla innan samstarfsins, í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni, í Búlgaríu, Portúgal, Póllandi og Belgíu. Nú þegar er verið að móta verkferla til að hvetja nemendur til að stunda nám við samstarfsháskóla innan UNIgreen háskólanetsins. Slík samvinna stuðlar ekki aðeins að fjölbreytilegu námsumhverfi heldur hraðar það miðlun á rannsóknum og aðferðum.

Sérstök áhersla er á að auka og efla framboð doktors- og meistaranáms á fagsviðum samstarfsins, auk þess að skapa öflugar tengingar við atvinnulífið í gegnum nýsköpun. Stefnan er að bjóða upp á fyrsta doktorsnámið haustið 2024 með áherslu á landbúnaðarvísindi og tækni. Þá verður komið á fót sameiginlegum prófgráðum þar sem sérfræðiþekking og styrkleikar hvers háskóla fyrir sig mun spila mikilvægt hlutverk svo nemendur öðlist hagnýta þjálfun á sínu sérsviði. Það þýðir að ef rannsóknarinnviðir okkar standi hinum háskólunum framar á tilteknu sviði getum við fengið til okkar alþjóðlega nemendur sem þjálfast á því sviði, og öfugt.

Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum og þetta samstarf mun efla menntun á sviðinu ásamt því að auka tækifæri og þróun nútímatækni í íslenskum landbúnaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...