Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Mynd / BBL
Fréttir 10. janúar 2019

Greitt fyrir minna ræktað og uppskorið land en 2017

Höfundur: smh

Undanfarin tvö ár hafa landgreiðslur verið greiddar út til bænda, samkvæmt rammasamningi búvörusamnings frá 2016, þar sem greitt er fyrir land sem uppskorið er til fóðuröflunar og bættust þær við jarðræktarstyrki sem hafa verið greiddir frá 2008 í núverandi mynd. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur birt yfirlit um heildarflatarmál þess lands sem hefur verið greitt fyrir síðustu tvö ár og hefur flatarmál þess minnkað um tæpa 1.000 hektara á milli ára.

Þessar upplýsingar koma úr gögnum frá Matvælastofnun. Raunar minnkar land sem greitt er fyrir, bæði fyrir landgreiðslur og jarðræktarstyrki. Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári. Jarðræktarstyrkir voru greiddir vegna 10.811 hektara árið 2017, en vegna 10.238 hektara á síðasta ári. Þegar tölur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki hafa verið lagðar saman minnkar flatarmálið úr 87.799 hekturum í 86.825 hektara.

Nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum

Breytingar á fyrirkomulagi jarðræktarstyrkja hafa orðið þannig að nú er greitt fyrir útiræktaðs grænmetis, sem áður var ekki styrkhæft. Einnig eru meiri kröfur um jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is en áður var.

RML bendir á að enn sé nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum og einnig sé einhver ræktun sem ekki falli undir þær kröfur sem eru settar í reglugerð.

RML áætlar að heildarflatarmál þess lands sem er í virkri nýtingu á Íslandi (ræktað og uppskorið) sé rúmlega 90 þúsund hektarar. Á meðfylgjandi mynd frá RML má sjá hvernig sú landnýting dreifist um landið.

 

Mynd / RML

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...