Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðstandendur Hæls frá Hæl I tóku við viðurkenningu. Hæll hlaut nafnbótina Besta naut fætt 2014.
Aðstandendur Hæls frá Hæl I tóku við viðurkenningu. Hæll hlaut nafnbótina Besta naut fætt 2014.
Mynd / GHP
Fréttir 11. mars 2022

Greiðslumark og kynbætur ræddar meðal nautgripabænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls skilaði deildabúgreinafundur nautgripabænda 46 málum til Búnaðarþings á sérstöku bú­greinaþingi sem fram fór á Hótel Natura í Reykjavík dagana 3.–4. mars. Herdís Magna Gunnars­dóttir var endurkjörin formaður deildar­innar sem ber nú nafnið Nautgripa­bændur BÍ.

Fundur deildar kúabænda fór fram bæði fimmtudag og föstudag Búgreinaþingsins á Hótel Natura en um 40 bændur tóku þátt. Á þinginu voru samþykktar starfsreglur/samþykktir fyrir deildina sem ber nú nafnið Nautgripabændur BÍ, skammstafað NautBÍ. Samþykktirnar munu birtast á vefsvæði deildarinnar, www.bondi.is/naut.

63 tillögur frá stjórn og félagsmönnum

Auk almennra fundarstarfa fór fundurinn yfir stefnumörkun BÍ ásamt því að að taka til umfjöllunar 63 tillögur frá stjórn og félagsmönnum. Alls skiluðu 46 mál sér úr nefndum og voru þau lögð fyrir þingið. Umræður sköpuðust meðal annars um jöfnun sæðingarkostnaðar, stöðu á nautakjötsmarkaðinum, kynbætur íslenska kúakynsins, endurskoðun búvörusamninga og greiðslumark mjólkur.

Herdís Magna Gunnarsdóttir kjörin formaður NautBÍ
Herdís Magna Gunnarsdóttir var kjörin formaður deildar kúabænda hjá BÍ.

Herdís Magna Gunnarsdóttir á Egilsstöðum var kjörin formaður deildarinnar næstu tvö árin. Hún hefur verið formaður hjá kúabændum síðan árið 2020 og setið í stjórn frá 2017. Endurkjörin í stjórn voru þau Bessi Freyr Vésteinsson á Hofsstaðaseli, Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu, Sigurbjörg Ottesen á Hjarðarfelli og Vala Sigurðardóttir á Dagverðareyri.

Þingið samþykkti að fjölga varamönnum í stjórn upp í þrjá einstaklinga. Varamenn stjórnar eru í réttri röð þær Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka, Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Lyngbrekku og Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk.

Gísli Hauksson og Jónína Einarsdóttir, ábúendur Stóru-Reykja í Flóa, hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú nautgripabænda BÍ 2022.
Verðlaun fyrir bestu nautin

Guðmundur Jóhannesson, ráðu­naut­ur hjá Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins, veitti eigendum tveggja nauta verðlaun. Nafnbótina „Besta naut fætt árið 2014“ hlaut Hæll 14008 frá Hæl 1 í Eystrihreppi. Ræktendur Hæls eru Bolette Höeg Koch og Sigurður Steinþórsson. Nafnbótina „Besta naut fætt árið 2015“ hlaut Tanni 15065 frá Tannstaðabakka í Hrútafirði. Ræktendur Tanna eru Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson.

Deildin veitti Sigurði Loftssyni, Arnari Árnasyni og Margréti Gísladóttur heiðursviðurkenningar fyrir óeigingjarnt starf í þágu nautgriparæktar. Sigurður sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2009-2016 og sem formaður Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (NautÍs) frá upphafi til ársins 2021. Arnar sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2016-2020. Margrét sat sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda (LK) og síðar sem ­­sérfræðingur innan BÍ, 2016-2022.

Gísli Hauksson og Jónína Einarsdóttir á Stóru-Reykjum í Flóa hlutu viðurkenninguna Fyrir- myndarbú nautgripabænda BÍ 2022. „Á Stóru-Reykjum er snyrtimennska og umgengni bæði innan- og utandyra til algjörrar fyrirmyndar. Búið er virkt í ræktunar- og félagsstarfi og árangur með því albesta.

Orðstír búsins er flekklaus í hvívetna,“ segir í umsögn um búið.

Guðrún Eik Skúladóttir tók við verðlaunum fyrir naut í sinni eigu, Tanna frá Tannstaðabakka í Hrútafirði.

Nautgripabændur BÍ eiga 21 fulltrúa á Búnaðarþingi.

Formaður og stjórn deildar eru sjálfkjörnir fulltrúar deildarinnar en kjósa þurfti 16 Búnaðarþingsfulltrúa auk varamanna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...