Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum við sauðfjárbændur á síðasta ári vegna ullarinnleggs.

Nú í byrjun nýs árs hefur félagið greitt alls 90 milljónir króna til bænda, sem er um 42% af heildarskuldinni.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þurfti ekki að taka lán fyrir þessum greiðslum til bænda heldur hafi fjármagnið komið úr rekstrinum en sala á handprjónabandi til Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs glæddist aðeins í lok síðasta árs.

Greiðslum skipt í hlutfalli við innlegg

Var þessum 90 milljónum skipt á milli allra ullarinnleggjenda í hlutfalli við innlegg fyrir bæði haust- og vetrarull. Í tilkynningu til bænda segir að gott sé að geta byrjað að greiða niður skuldirnar og áfram verði unnið að því að flýta þeim greiðslum. Tímabilið hafi verið erfitt og mikil vinna sé fram undan til að ná jafnvægi. Áfram verði greitt til bænda um leið og svigrúm til þess hafi skapast.

Sala til Bandaríkjanna og Finnlands sé enn óvenju lítil, en það eru mikilvægir markaðir fyrir vörur Ístex. Sala á handprjónabandi á Íslandi hefur verið sambærileg fyrri árum, en metsala á ullarsængum.

Samdráttur í sölu

Ástæða rekstrarvandans var aðallega samdráttur í sölu á vörum félagsins. Á upplýsingafundi um rekstrarvandann sem haldinn var með bændum 14. október útskýrði Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður félagsins, að hluti vandans væri einnig sá að á árunum 2023 og 2024 hafi verið ráðist í fjárfestingar í tækjabúnaði til að mæta þeirri sívaxandi eftirspurn sem var á þeim tíma.

Í máli Gunnars kom fram að vegna fjárhagsvandans hafi Ístex þurft að segja upp fjölda starfsfólks og draga úr framleiðslu til að minnka framleiðslukostnað.

Skylt efni: Ístex

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...