Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gráþröstur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 5. febrúar 2023

Gráþröstur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráþröstur eru algengir varpfuglar um Skandinavíu og austur um Evrópu og Asíu. Hér á Íslandi eru þeir mjög reglulegir haust- og vetrargestir. Þeir fuglar sem dvelja hérna á Íslandi yfir vetrarmánuðina halda mest til í görðum þar sem fuglum er gefið. Þeir sækja mjög mikið í epli en einnig aðra ávexti ásamt feitmeti. Fyrir utan þessar matargjafir sem þeir þiggja á veturna þá er fæðuvalið þeirra mjög svipað og hjá skógarþröstum. Þegar þeir komast í garða þar sem fuglum er reglulega gefið, verða þeir nokkuð frekir og eiga það til að hrekja í burtu aðra fugla. Þessir árekstrar verða aðallega við fugla af svipaðri stærð eins og skógarþresti og svartþresti. Frá 1950 hafa gráþrestir orpið hérna óreglulega og stundum myndast litlir staðbundnir stofnar. Um nokkurt skeið hefur verið lítill staðbundinn stofn á Akureyri þar sem örfá pör verpa. En þrátt fyrir það virðist þeim hvorki fjölga né breiða úr sér.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f