Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lagt er til í frumvarpi sjávarútvegs­ráðherra að grásleppuveiðar verði kvótasettar.Mynd / VH.
Lagt er til í frumvarpi sjávarútvegs­ráðherra að grásleppuveiðar verði kvótasettar.Mynd / VH.
Fréttir 9. ágúst 2019

Grásleppa sett í kvóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða hvað varðar veiðistjórnun á grásleppu.

Lagt er til að horfið verði frá núverandi stjórnun veiða- og dagatakmörkunum og tekin upp stýring með aflamarki. Aflahlutdeild verði úthlutað á bát samkvæmt veiðireynslu leyfis sem á þeim eru, en ekki báts eins og kveður á um í lögum um stjórn fiskveiða. 

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að aflaheimildum á grásleppu verði úthlutað til allra báta sem eru með rétt til veiða á grásleppu samkvæmt gildandi lögum. Miðað er við að viðmiðunartími við úthlutun kvóta verði þrjú bestu árin á veiðitímabilinu 2013 til og með 2018.

Markmið lagasetningarnar er að ná fram hagkvæmari og mark­vissari veiðistjórnun án þess að raska megineinkennum núverandi veiði­fyrirkomulags. Það er vilji stjórn­valda að gefa þeim sem stunda grásleppuveiðar tækifæri til að ná fram frekari hagkvæmni í veiðunum og meiri ákvörðunarrétt um hvenær þeir stunda veiðarnar. Til að ná fram þeim markmiðum eru lagðar til þær lagabreytingar sem getur að líta í frumvarpinu.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að þegar kostir og gallar núverandi veiðistjórnunar eru metnir er ljóst að með því að breyta stjórnun grásleppuveiða má ná fram markvissari og hagkvæmari veiðistjórnun. Reynslan hefur sýnt að aflahlutdeildakerfi með framseljanlegum aflaheimildum leiðir til hagkvæmari veiða fyrir útgerðir. Útgerðir leitast við að veiða úthlutað aflamark eða framselja það sem þeir ekki veiða.

Útgerðir munu hafa meiri sveigjanleika í grásleppuútgerð og ákvörðun um það hvenær þeir fara á sjó og dagafjölda á sjó verður í þeirra höndum. Hægt verður að draga upp net vegna brælu eða meðafla og kostnaður við tæknilegt eftirlit mun minnka og mögulegt að auka í staðinn eftirlit með meðafla.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...