Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Danskir vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að gera prótein úr grasi nýtanlegt fyrir fólk.
Danskir vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að gera prótein úr grasi nýtanlegt fyrir fólk.
Mynd / Visnu Deva
Á faglegum nótum 12. nóvember 2024

Gras fyrir menn

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Í Danmörku vinnur vísindafólk á vegum háskólans í Árósum að einkar áhugaverðu verkefni en það gengur út á að þróa aðferð sem gerir prótein úr venjulegu grasi nýtanlegt fyrir fólk.

Á það að koma í stað annars plöntupróteins, eins og frá sojabaunum eða ertum. Samkvæmt frétt Maskinbladet.dk er um gríðarlegt hagsmunamál að ræða, enda má draga verulega úr sótspori plöntupróteins í norðurhluta Evrópu ef árangur næst. Þar er nefnt hátt sótspor sojabauna sem oftar en ekki koma langt að.

Aðferð vísindafólksins byggist á því að vinna próteinríkan safa úr grasinu sem svo er skipt upp í tvo hluta. Annars vegar prótein sem nýtist fyrst og fremst einmagadýrum eins og hænum og svínum og hins vegar prótein sem nýtist fólki.

Vandamálið við framleiðsluna, hingað til, hefur verið sú staðreynd að próteinið sem ætlað er fyrir fólk hefur haft sterkt bragð af grasi.

Nú hefur vísindafólk háskólans náð afgerandi áfanga í þessari viðleitni, þ.e. að gera grasprótein nýtanlegt fyrir fólk, en áfanginn felst í því að þeim hefur nú tekist að framleiða grasprótein sem ekki bragðast eins og gras. Próteinið er sem sagt bragðlaust og er því mögulega tækt til matargerðar.

Danir horfa hýru auga til vinnslu á próteini úr grasi, ekki einungis til þess að geta nýtt það í matargerð heldur ekki síður sem prótein í fóðri búfjár og munu þarlendir bændur því verða enn sjálfbærari. Fyrir land eins og Ísland, þar sem gras vex í miklum mæli og víða vannýtt en grasgæft land, gæti þessi nýja aðferð opnað á ótal áhugaverða möguleika fyrir bændur landsins.

Skylt efni: gras

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f