Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Talið er að skyr undir merki Íseyjar-skyrs sé framleitt í leyfisleysi í Rússlandi.
Talið er að skyr undir merki Íseyjar-skyrs sé framleitt í leyfisleysi í Rússlandi.
Fréttir 31. janúar 2024

Grafist fyrir um ólöglegt Íseyjar-skyr í Rússlandi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Áhöld eru um hvort bann, sem Ísey útflutningur ehf. setti á framleiðslu Íseyjar-skyrs í Rússlandi árið 2022, hefur verið virt.

Ómar Geir Þorgeirsson.

Svo virðist sem skyr sé enn í framleiðslu og sölu undir vörumerkinu Ísey (ISEY) í Rússlandi en líklega inniheldur það ekki gerilinn sem notaður er við framleiðslu ekta Íseyjar-skyrs.

Greint hefur verið frá því að á allnokkrum stöðum í Rússlandi megi enn fá Ísey-skyr, svo sem í borgunum Moskvu, Sochi, Kislovodsk og V.Novgorod. Skyrið hefur verið auglýst til sölu á vef verslanakeðjunnar Vkusville og er þar sagt framleitt í V.Novgorod af fyrirtækinu Lactis JSC. Skv. frétt Mannlífs fyrr í mánuðinum mátti skömmu fyrir síðustu áramót sjá Ísey skyr í hillum verslunarkeðjunnar Perekrestok í Kislovodsk-borg.

Samningi rift vegna stríðsreksturs

Ísey útflutningur ehf. rifti í vetrarlok árið 2022 leyfissamningi við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkinu ISEY- skyr fyrir Rússlandsmarkað. Var það gert vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Samhliða ákvörðun um að rifta leyfissamningnum dró Kaupfélag Skagfirðinga sig út úr eignarhaldi á félaginu IcePro, sem hafði fengið annað fyrirtæki, Lactis (Glavnaja Laktíka), til sjálfrar framleiðslunnar.

Í tilkynningu frá Ísey útflutningi ehf., sem er systurfyrirtæki Mjólkursamsölunnar, 4. apríl 2022, kom fram að framleiðslu á skyri undir merkjum ISEY-skyrs í Rússlandi yrði hætt „og þar með er engin starfsemi á vegum þessara fyrirtækja í Rússlandi. Í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi er vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands. Árið 2018 hóf framangreint rússneskt félag, í eigu þarlendra aðila og áður Kaupfélags Skagfirðinga, framleiðslu og dreifingu á Ísey skyri í Rússlandi samkvæmt umræddum leyfissamningi sem nú hefur verið rift,“ segir í tilkynningunni.

Nokkru síðar mun hafa verið lokað fyrir að Lactis hefði aðgang að gerlinum sem þarf í vöruna. Hann er geymdur í Danmörku.

Verja eign MS og kúabænda

Ómar Geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf., þekkti að sögn ekki til málsins þegar það komst í hámæli í byrjun janúar en lét þá hafa eftir sér að væri Ísey skyr enn framleitt í Rússlandi væri það í óþökk fyrirtækisins.

Erfitt væri þó að framfylgja því að ekki sé framleitt skyr undir þeirra
merki en ef satt væri yrði reynt að koma í veg fyrir slíka framleiðslu. Ísey útflutningur myndi grípa til aðgerða til að vernda lögmæta eign MS og íslenskra kúabænda.

„Við höfum með aðstoð okkar lögfræðinga gengið í að afla okkur upplýsinga um þetta mál. Það verkefni er í vinnslu og við bíðum svara,“ segir Ómar.

Ekki hafi fengist staðfest að skyr undir merkjum Ísey skyrs væri selt í Rússlandi en verið sé að kanna það. Meðan ekki fáist nægjanlegar upplýsingar sé ekki unnt að fara í lögbannsaðgerðir eða kröfur um greiðslur, en það eru þær tvær aðgerðir sem, að sögn Ómars, eru hugsanlegar í framhaldinu. Hann segir jafnframt útilokað að í rússnesku framleiðslunni sé verið að nota geril Ísey skyrs.

„Eins og komið hefur fram er mjög erfitt að vernda rétt okkar núna í Rússlandi af auðskiljanlegum ástæðum. Við munum því nýta okkur lögfræðileiðina og gerum ráð fyrir að við náum árangri með þeim aðgerðum,“ segir Ómar jafnframt og á von á að málið geti tekið tals- verðan tíma.

Ísey skyr er nú selt í 14 löndum auk Íslands.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...