Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ferskju, mozzarella- og basilsalat.
Ferskju, mozzarella- og basilsalat.
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Matarkrókurinn 13. febrúar 2015

Grænmeti gengur með öllum mat

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þegar daginn fer að lengja er tilvalið að setja aukinn léttleika í matargerðina. Salat með einföldu hráefni er fljótlegt að galdra fram með lítilli fyrirhöfn.  
 
Hér á eftir notum við meðal annars þroskaðar ferskjur, mozzarellaost, basil og ólífuolíu. Það má líka gjarnan prófa íslenska repjuolíu sem er farin að sjást í sælkerabúðum og á matarmörkuðum bænda. 
 
Ferskju-, mozzarella- 
og basilsalat
  • 3 stk. ferskjur (þroskaðar og  skrældar ef þess er óskað en það er ekki nauðsyn)
  • 5 g ferskt basillauf (rifið)
  • 1 pakki ferskur mozzarellaostur (litlar eða stórar kúlur skornar í sneiðar)
  • 2 tsk. Extra Virgin ólífuolía
  • 1/4 tsk. sjávarsalt
  • 1/8 tsk. svartur pipar
 
Aðferð
Blandið öllu saman á fallegan disk. Það má nota það sem er til í ísskápnum svo sem hnetur, salat eða grænmetisafganga. Kryddið til og skreytið með basil eða myntu.
 
Einfalt tómat- og avokadósalat
Þetta er einfalt salat en það má gera það huggulegt með því að raða tómatsneiðum kringum skál með mörðum avokadó (lárperu).
 
  • 2 meðalstórir þroskaðir tómatar, sneiddir
  • 1 avokadó, saxað og marið jafnvel með smá sýrðum rjóma og hrært með sítrónusafanum
  • 1 sæt paprika
  • 1/4 sneiddur rauðlaukur
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 msk. balsamic edik
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • salt og ferskur pipar
 
Aðferð
Sameinið öll innihaldsefni í skál eða raðið lagskipt á disk. Hellið edikinu og olíunni yfir og kryddið með salti og pipar. Ef það eru kryddjurtir við hendina skemmir það ekki að strá þeim yfir. Látið standa í fimm mínútur áður en salatið er framreitt.
 
Heimalagaður steiktur laukur
Það er ljúffengt að steikja lauk í svokölluðu tempura-deigi. Hægt er að djúpsteikja ýmist annað en lauk, t.d. grænmeti. Gott til að toppa kjötsalat eða sem snakk með sýrðum rjóma.
 
  • Olía, til steikingar
  • 2 stórir laukar, skornir í 1/2 cm þykka hringi, hýði fjarlægt
  • 210 g maís-hveiti (Maizenamjöl)
  • 1 msk. lyftiduft
  • 1 msk. matarsóti
  • 1 egg (eggjarauða)
  • 250 ml bjór
  • 1/2 tsk. salt 
  • Ferskur svartur pipar
 
Aðferð
Blandið þurrefnum í  skál og gerið gat í miðju. Bætið eggjarauðu í sér skál og brjótið hana upp með gaffli. Bætið í hveiti og hellið bjórnum út í. Þeytið létt til að fá áferð eins og á pönnukökudeigi.
 
Hitið olíu í um 180°C. Prófið hvort hitinn sé nægur með því að setja einn laukbita út í. Þegar hann brúnast er olían tilbúin.
 
Bætið smá Maizenamjöli og kryddi á laukhringina og dýfið í deigið. Steikið í heitri olíu þar til  gullnum lit er náð. Þerrið á eldhúspappír og kryddið með salti.
 
Hægt er að setja ýmiss konar grænmeti í deigið svo sem vorlauk eða papriku. Einstaklega ljúffengt með afgangskjöti sem er breytt í steikarsalat með remúlaði eða sýrðum rjóma.

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f