Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gosdrykkur með CBD
Líf og starf 17. ágúst 2021

Gosdrykkur með CBD

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýsköpunaráfanga í Háskólanum í Reykjavík fæddist hugmynd um að þróa gosdrykk sem mun innihalda CBD. Drykkurinn er búinn að vera í þróun síðastliðnar vikur enda fjölmörg tækifæri sem skapast samhliða breyttri lagasetningu sem mun leyfa CBD í matvæli.

Aðstandendur drykkjarins segja að drykkjarvörumarkaðurinn sé stútfullur af alls kyns drykkjum sem innihalda orku og eru örvandi en lítið er um drykki sem gefa líkamanum ró. Þaðan kemur hugmyndin af VÆR, kolsýrðum drykk með náttúrulegum bragðefnum og CBD olíu sem er eitt af virku efnunum úr hampplöntunni. Efnið er ekki vímugjafi og hefur fjölmarga heilsusamlega kosti.

Erlendis er mikil söluaukning í drykkjum sem falla í þennan flokk og Íslendingar hafa sýnt CBD mikinn áhuga ásamt því að íslenskir bændur eru farnir að rækta hamp í auknum mæli.

Drykkurinn hefur fengið góðar viðtökur og verður ljúffengur CBD drykkur tilbúinn á markaðinn fyrr en varir.

Að verkefninu standa Birgir Ásþórsson, Harpa Ægisdóttir, Heiðar Sigurjónsson og Axel Aage Schiöth

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...