Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Búið er að  malbika rösklega 600 metra af göngustígum í Dimmuborgum og ætlunin er að malbika um 800 metra til viðbótar á þessu ári.
Búið er að malbika rösklega 600 metra af göngustígum í Dimmuborgum og ætlunin er að malbika um 800 metra til viðbótar á þessu ári.
Fréttir 21. september 2015

Göngustígar í Dimmuborgum þykja bestir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tæplega 200 þúsund gestir koma árlega í Dimmuborgir í Mývatnssveit.  Búið er að  malbika rösklega 600 metra af göngustígum í Dimmuborgum og ætlunin er að malbika um 800 metra til viðbótar á þessu ári. 
Auk þess er búið að lagfæra og merkja malarborna göngustíga. Alls eru göngustígar í Dimmuborgum um 6.400 metrar. 
 
Stígarnir voru farnir að láta á sjá
 
Malbikun göngustíga í Dimmu­borgum hófst á liðnu ári. Stígarnir voru farnir að láta á sjá vegna mikils fjölda ferðamanna. Stígunum þurfti oft að loka á vorin vegna aurbleytu. 
 
Þrír landeigendur í Mývatnssveit afhentu Landgræðslunni Dimmuborgir til eignar og landgræðslu árið 1942. Allt frá þeim tíma hefur stofnunin unnið að heftingu sandfoks og verndun Borganna. Vandfundið er annað efni en malbik sem hentar og þolir þær þúsundir ferðamanna sem vilja njóta fegurðarinnar í Dimmuborgum. Auk þess gerir malbikið fötluðum kleift að fara um Dimmuborgir án vandkvæða.
Fyrir tilstuðlan Landgræðsl­unnar var byggt þjónustuhús ásamt salernum fyrir nokkrum árum við innganginn á Dimmuborgum. Ný salerni voru tekin í notkun á sl. ári. 
 
Margir styrkja verkefnið
 
Ferðamálastofa og Framkvæmda­sjóður ferðamannastaða hafa styrkt þessar framkvæmdir. 
 
Auk þessara aðila hafa ýmis félög, stofnanir, ríkissjóður og sveitarstjórn Skútustaðahrepps styrkt sandfoksvarnir og verndun Dimmuborga. Landgræðsla ríkisins og Umhverfisstofnun hafa gert með sér samstarfssamning um rekstur og verndun Dimmuborga.
 
Fyrr í sumar efndi Floridana til leiks á Facebook þar sem fólk var beðið um að koma með tillögur að bestu göngustígum Íslands. Miðað var við stíga sem tekur minna en þrjár stundir að ganga. Dimmuborgir í Mývatnssveit hlaut flestar tilnefningar. 

Skylt efni: Göngustígar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f