Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Göngur og réttir og COVID-19
Mynd / Bbl
Fréttir 19. ágúst 2020

Göngur og réttir og COVID-19

Höfundur: Ritstjórn

Embætti landlæknis, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar fyrir göngur og réttir, vegna COVID-19.

Leiðbeiningunum er skipt upp í níu liði; Almennt um göngur og réttir, Grundvallarsmitgát, fjallaskálar - þrif og umgengni á tímum COVID-19, Innlendir og erlendir ferðamenn í réttum, Gátlisti fyrir göngur, gátlisti fyrir réttir, Ef eitthvað er óljóst, Frekar upplýsingar um COVID-19 og Viðaukar (lög, reglugerðir og annað sem að gangi má koma.

Í liðnum „Almennt um göngur og réttir“ eru nokkur lykilatriði tíunduð sem ætti að hafa til hliðsjónar í þeim störfum sem framundan eru og varða göngur og réttir:

  • „Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“.
  • Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.
  • Ef ekki er hægt að tryggja að framkvæmd gangna og rétta sé í samræmi við sóttvarnarreglur þarf að sækja um undanþágu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á því að sækja um slíka undanþágu á netfangið h rn@hrn.is. S já auglýsingu HRN 14. ágúst 2020. 10.gr.
  • Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns.
  • Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.
  • Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
  • Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá sem hafa hlutverk í göngum/leitum þann tíma sem göngur/leitir standa yfir. Ábyrgðaraðili fjallskila tryggir í samvinnu við rekstraraðila húsnæðis að svo megi verða.“

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...