Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi
Fréttir 29. júní 2020

Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi

Höfundur: Ritstjórn
Út kom í vikunni fyrsta göngu­kort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi. Svæðið er undur­fallegt en lítt þekkt af göngufólki, þó fossarnir Drynjandi og Rjúkandi hafi mikið verið í umræðunni undan­farin misseri. 
 
Með kortinu fylgja göngu­lýsingar og fróðleikur um landslag, náttúrufar, byggð og sögu Árneshrepps. Kortið fer vel í vasa og fæst einnig með enskum texta.
 
Á kortinu er meðal annars að finna fossa, flúðir og nýuppgötvaða steingervinga svæðisins við Hvalá. Útlit göngukortsins er með svipuðu sniði og hin þekktu eitt hundrað ára gömlu dönsku herforingjaráðskort af Íslandi. Útgefandi eru samtökin ÓFEIG náttúruvernd.
 
 
Snæbjörn Guðmundsson jarð­fræðingur, hannaði kortið og ritstjórn var í höndum hans og Sifjar Konráðsdóttur, formanns ÓFEIGAR. Texta rituðu Snæbjörn Guðmundsson, Viðar Hreinsson, Sif Konráðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson. Hönnun og uppsetning: Einar Geir Ingvarsson E&Co. Prentun: Litróf. Viljandi minningarsjóður styrkti útgáfuna.
 
Kortið liggur frammi á öllum helstu viðkomustöðum í Árneshreppi og víðar á Ströndum og fæst einnig afhent hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem gjarnan sendir það í pósti auk þess sem hlaða má því niður https://www.fi.is/is/frettir/gongukort-um-hvalarsvaedid.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f