Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ann-Marie á Egilsstöðum á Fljótsdal hefur komið upp matarvagni við upphaf gönguleiðar að Hengifossi.
Ann-Marie á Egilsstöðum á Fljótsdal hefur komið upp matarvagni við upphaf gönguleiðar að Hengifossi.
Líf og starf 28. júlí 2021

Góðar viðtökur og ánægja með framtakið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Það hefur gengið mjög vel og greinilegt að gestir eru ánægðir með að eiga þess kosta að kaupa veitingar hér,“ segir Ann-Marie Schlutz, frumkvöðull á Egilsstöðum í Fljótsdal. Hún opnaði nýverið matarvagn handan árinnar á móts við upphaf göngustígsins inn að Hengifossi í Fljótsdal.

Hengifossárgil í Fljótsdal dregur að sér fjölda gesta ár hvert. Það er ekki síst Litlanesfoss, sem einnig hefur borið nafnið Stuðlabergsfoss sökum fagurra stuðla sem umlykja fossinn, og Hengifoss í botni gilsins sem er einn hæsti foss landsins. Fyrr í sumar opnaði Ann-Marie matarvatn við upphaf leiðarinnar, en vagninn gengur undir nafninu Hengifoss Food Truck. Ann-Marie á veg og vanda að rekstri Sauðagulls ehf. sem þróað hefur gæðavörur úr sauðamjólk, enn einn draumur hefur að hennar sögn ræst með rekstri matarvagnsins. Þar verður hægt að gæða sér m.a. á súpu, vöfflum, sauðamjólkurís og heitum og köldum drykkjum.

Ann-Marie Schlutz, frumkvöðull á Egilsstöðum í Fljótsdal.

Allt seldist upp

Matvara sem er mikið til úr staðbundnum og ferskum hráefnum sem framreidd eru af ástríðu og kjörin í maga eftir góðan göngutúr upp gilið. „Það seldist allt upp hjá mér einn sunnudaginn, m.a. allur ís sem ég var búin að framleiða. Það er greinilegt að fólk er meira en til í að prófa sauðamjólkurísinn og það á líka við um börnin sem mér finnst alveg frábært,“ segir Ann-Marie.

„Fólk er ánægt með að eitthvað sér að gerast við Hengifoss, það koma margir þar að og nú loks er hægt að kaupa þar veitingar.“ Bæði Íslendingar og útlendir ferðamenn hafa undanfarið verið á svæðinu að hennar sögn.

Gönguleið að Hengifoss. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...