Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 5. október 2017
Höfundur: smh
„Kornhorfur eru almennt góðar um allt land,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu.
„Þetta er sérstakt því oft vill verða lakari uppskera í sumum landshlutum þegar hún er góð annars staðar. Byggið hefur þornað vel í vel flestum ökrum, en miklar rigningar norðanlands snemma í sumar virðast hafa skolað út áburði í mörgum ökrum,“ segir Hrannar Smári.
Samtals 768 tilraunareitir á átta stöðum
„Þetta er síðasta árið í fimm ára átaksverkefni í byggkynbótum sem styrkt er af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Verkefnið hefur leitt af sér nokkur nemendaverkefni og vísindagreinar sem og fjölda kynbótalína sem Jónatan Hermannsson skildi eftir sig þegar hann fór á eftirlaun,“ segir Hrannar Smári, sem tók við stöðunni af Jónatan seint á síðasta ári. „Það er ætlunin að prófa þær sem víðast í samanburði við þau yrki sem þegar eru á markaði. Með því að prófa á svo mörgum stöðum er hægt að sjá hvaða yrki eru best hvar og hvort um samspil erfða og umhverfis sé að ræða. En nú eru 32 yrki og línur í prófunum í þremur endurtekningum á átta stöðum um allt land, samtals 768 tilraunareitir.“
Byggtilraun í Vopnafirði í fyrsta sinn
„Byggyrkjatilraunir fara fram á fleiri stöðum í ár en á undanförnum árum,“ segir Hrannar Smári. „Við erum með tilraunir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, Gunnarsholti, Hvanneyri, Vindaheimum í Skagafirði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Hálsi í Kaldakinn, Engihlíð í Vopnafirði og Hoffelli í Hornafirði. Allt er þetta unnið í góðu samstarfi við bændur.
Undanfarin ár hafa tilraunir farið fram á Þorvaldseyri, Vindheimum, Möðruvöllum og Korpu, en var bætt við fleiri stöðum og Korpa er ekki með. Aldrei fyrr en nú hefur farið fram byggtilraun í Vopnafirði.“
Hálmurinn líka til athugunar
Hrannar Smári segir að í ár sé hálmurinn vigtaður og hæð hans mæld, en mikill breytileiki er að hans sögn á hálmmagni milli yrkja. „Það er alls ekki víst að hæðin sé besti mælikvarðinn á magnið, en það á eftir að koma í ljós.
Frumniðurstöður þessara tilrauna verða birtar í jarðræktarskýrslu eins og undanfarin ár en ítarlegri greining í vísindagrein síðar,“ segir Hrannar Smári.
Líf&Starf 24. nóvember 2025
Lausn á vísnagátu
Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.
Líf&Starf 3. febrúar 2025
Skákmánuðurinn janúar
Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...
Líf&Starf 13. desember 2024
Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...
Líf&Starf 9. október 2024
Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...
Líf&Starf 14. ágúst 2024
Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...
Líf&Starf 2. júlí 2024
Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...
Líf&Starf 10. maí 2022
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...
Líf&Starf 4. maí 2022
Lesning fyrir heilabilaða
Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...
3. desember 2025
Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025
Laufey
4. desember 2025
Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025
Góður árangur náðst
4. desember 2025
