Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Goðalilja
Á faglegum nótum 8. desember 2014

Goðalilja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt grískum goðsögum lést ungur og fallegur drengur, Hyasintos, þegar hann varð fyrir kringlu guðsins Apollo þegar þeir léku saman kringlukast. Upp af blóði piltsins uxu þessar liljur sem síðan eru við hann kenndar og oft kallaðar hýasintur. Upprunni goðalilja er á Balkanskaga.

Vinsældir goðalilja sem jólablóma eru sífellt að aukast enda þykir mörgum ilmurinn af þeim góður. Ekki skemmir heldur fyrr að að þær fást í fjölda lita, bláar, rauðar, gular, bleikar og hvítar allt eftir smekk.

Auðveldast er að rækta hýasintur í grunnum glervasa sé ætlunin að hafa þær í blóma yfir jólin. Vasarnir sem fást í flestum gróðurvöruverslunum eru belgmiklir að neðan en þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo aftur.

Fylla skal vasann að vatni upp að þrengingunni þannig að vatnsborðið leiki við neðri hluta lauksins án þess að snerta hann. Einungis ræturnar eiga að ná niður í vatnið.

Að vísu þarf að gera þetta í lok september eða byrjun október eigi laukarnir að blómstra fyrir jól og því of seint í rassinn gripið á þessu ári en vonandi nýtast þessa upplýsingar á næsta ári.

Eftir að laukurinn er kominn í vasa skal koma honum fyrir á svölum, 9 til 10°C, og dimmum stað og gæta þess að ræturnar séu alltaf baðaðar í vatni. Eftir að blöðin ná fimm til sjö sentímetra hæð skal flytja vasann á bjartari stað við stofuhita.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...