Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Flott bleikja komin á land í Eyjafjarðará.
Flott bleikja komin á land í Eyjafjarðará.
Í deiglunni 18. september 2019

Góð veiði í Eyjafjarðará

Höfundur: Gunnar Bender
„Við byrjuðum daginn á Ármótabreiðu og þar landaði ég strax fiskum, einn 64 sentímetra og annar minni,“ sagði Benjamín Þorri Bergsson. 
 
Hann var að veiða í Eyjafjarðará fyrr í sumar en veiðin hefur verið góð þar og veiðimenn verið að fá flottar bleikjur og góða sjóbirtinga líka og Benjamín heldur áfram:
 
„Síðan færðum við okkur á stað sem heitir Tjaldbakkar en þar eru nokkrir hyljir sem geyma oft mikið af stórri bleikju og  skömmu seinna missti ég vænan fisk en var ekkert að svekkja mig á því. Ég var staðráðinn í að landa fiski þarna og ekki leið á löngu áður en ég setti í og landaði stærstu bleikju sem ég hef náð. Þetta var 69 sentímetra hængur sem vó 7,5 pund og tók Krókinn númer 14.
 
Þegar líða fór á daginn færðum við okkur neðst á svæðið en félagar mínir áttu enn eftir að landa fiski þennan dag en strax í öðru kasti niðri á Teljarabreiðu tók flott bleikja „Phesent tail“ hjá Ívari. 
Við Eyþór fengum líka tvær flottar bleikjur og enduðum við fyrri vaktina með sex fiska á land en aðeins einn slapp. Seinni vaktin beið okkur svo og það þurfti ekki að spyrja að því að hann var á hjá Ívari eftir örfáar mínútur. Á land kom flott 60 sentímetra hrygna sem var sleppt að myndatöku lokinni. Við settum í og lönduðum hátt í 10 fiskum neðst á svæðinu enda mikið af fiski á þessum flotta stað sem er kallaður Teljarastrengur. 
 
Þegar vaktin var að verða hálfnuð færðum við okkur aftur upp á Tjaldbakka og þar landaði Eyþór þriðju stórbleikju dagsins en hún vó 7 pund og mældist 66 cm. Við kláruðum svo þennan flotta og ævintýralega dag á þessu æðislega svæði niður í Teljarastreng. Lokatölur voru eitthvað í kringum 20 fiskar á land,“ sagði Benjamín enn fremur.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f