Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. september 2021

Góð uppskera hjá garðyrkjubændum og allt selst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Uppskera hefur alls staðar verið mjög góð og almennt bera garðyrkjubændur sig vel,“ segir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ. Sprettan var góð, uppskeran mikil en tafir hafa orðið á upptöku vegna rigningatíðar sunnan- og vestanlands og eins hefur ekki alltaf tekist að fá nægan mannskap til upptökustarfa.

Axel segir að sumarið hafi komið vel út, „það selst allt sem í boði er nánast jafnóðum og það er komið á markað,“ segir hann. Íslenskt grænmeti eigi greinilega upp á pallborðið hjá landsmönnum, það njóti mikilla vinsælda og bendir hann á að í því liggi fjölmörg tækifæri til að auka við. „Ég sé fyrir mér að bæði þeir sem fyrir eru í greininni geti bætt við sig og eins er örugglega pláss fyrir nýja framleiðendur,“ segir hann.  

Vantar mannskap 

Það setur svolítið strik í reikninginn að sögn Axels hversu þrálát rigning hefur verið bæði um sunnan og ves-tanvert landið og hefur hún hamlað upptökustörfum. Við það bætist að skólafólk sem starfaði fyrir garðyrkjubændur í sumar er nú komið í skólann á ný og erfiðlega hefur gengið að fá fólk til starfa.

Axel segir að yfirleitt sjái garðyrkjubændur sölu rjúka upp að haustinu en þá fara landsmenn að gæða sér á súpum sem alla jafna eru fullar af grænmeti, hvort heldur sem er íslenska kjötsúpan eða aðrar.

Tækifæri á að auka við í selleríræktun

Hann segir að sellerí hafi verið að ryðja sér til rúms í fæðuvali Íslendinga og umræður nýverið um skort á því sé augljóslega ákall til bænda um að auka framleiðslu sína á þeirri vöru.

„Sellerí er að koma mjög sterkt inn, það er mikið notað í súpur og fleiri rétti og það er alveg ljóst að þarna eru tækifæri fyrir okkar garðyrkjubændur að spýta í lófana,“ segir Axel. Íslenskir bændur anni ekki eftirspurn nú, en hann vonar að einhver taki boltann á lofti og nýti sér tækifærið.

Uppskera á rófum og gulrótum er rétt að hefjast og stendur upptökutíð yfirleitt fram í október. Axel segir að hann heyri ekki annað en spretta sé góð og búast megi við ágætri uppskeru á því grænmeti. Vissulega hafi veðurfar skipst í tvö horn, þurrkar sett svip á veðrið fyrir austan og norðan en væta annars staðar, en hvarvetna hafi verið hlýtt og þar af leiðandi góð spretta.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...