Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Góð ráð á sauðburði
Á faglegum nótum 4. mars 2014

Góð ráð á sauðburði

Í fyrra vor birti Bændablaðið haldgóð ráð á sauðburði frá Þorsteini Ólafssyni dýralækni sauðfjársjúkdóma hjá MAST. Ennfremur birtum við þá nokkur heilræði varðandi burðarhjálp og er ástæða til að endubirta þennan vísdóm nú þar sem þessi tími fer nú víða í hönd.
Hvatti Þorsteinn bændur til að búa tímanlega vel í haginn fyrir sauðburð. „Útbúið góða vinnuaðstöðu með góðu, stóru vinnuborði þar sem aðeins eru þeir hlutir sem þarf við sauðburðinn. Góður vaskur með köldu og heitu vatni og hitaketill og pottur til þess að geta soðið vatn og fæðingasnúrur. Tiltæk skal vera fata undir þvottavatn og sótthreinsandi handsápa til að þvo hendur og ytri fæðingarveg áður en vitjað er um. Eigið svo nóg af sleipiefni til að nota við burðarhjálp og munið að sótthreinsa naflastrenginn með joði.

Lömbin eru viðkvæm fyrstu sólarhringana og það er mikilvægt að þau fái brodd á fyrstu þrem klukkutímunum eftir fæðingu, því hann gefur næringu sem heldur uppi líkamshitanum og mótefni gegn sjúkdómum, m.a. pestarsjúkdómunum lambablóðsótt og flosnýrnaveiki, sem flestar ær eru bólusettar fyrir. Gott er að tryggja að spenarnir séu hreinir, það minnkar líkur á kólísýkingum."

Burðarhjálp
Það ætti að leyfa náttúrunni sjálfri að sjá um burðinn og ekki að grípa inn í ef allt virðist hafa eðlilegan gang.

Ef eitthvað er að og vísbendingar um að burðurinn gangi ekki eðlilega athugið þá eftirfarandi:

A. Þrýstingshríðir í meira en 2-3 klst.
án þess að belgurinn komi.

B. Það líður meira en hálf klukkustund frá því að belgurinn kemur án að sjáist í fóstrið.

C. Ekki sjást tvær klaufir koma fyrst.

D. Það líður meira en ein klst. í næsta
lamb. Hildirnar losna eðlilega eftir 1–3 klst. Taki það lengri tíma getur það verið vísbending um fleiri lömb.

Grundvallaratriði við burðarhjálp
Þegar ljóst er að burðurinn mun ekki ganga eðlilega og nauðsynlegt er að grípa inn í og finna út hvað er að. Hreinlæti skiptir þá öllu máli.

Þungaðar konur og konur með ungabörn á brjósti ættu að forðast að veita ám burðarhjálp, einkum ef vart hefur orðið fósturláts í hjörðinni, en í umhverfi kinda geta leynst bogfrymlar (Toxoplasma gondii) eða list­eríusýklar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...