Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Meginstarfsemi Stjörnugríss er rekstur á kjötvinnslu og sala á matvöru. Meðal vörumerkja þeirra eru Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl.
Meginstarfsemi Stjörnugríss er rekstur á kjötvinnslu og sala á matvöru. Meðal vörumerkja þeirra eru Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl.
Mynd / ál
Fréttir 4. september 2024

Góð afkoma hjá Stjörnugrís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagnaður Stjörnugríss nam rúmum 436 milljónum króna á síðasta ári. Félagið rekur kjötvinnslu og sölu á matvöru undir merkjum Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl.

Heildarvelta félagsins árið 2023 nam um 6.244 milljónum króna og hækkaði um 45 prósent milli ára. Eignir félagsins í árslok námu um 2,8 milljörðum króna, eigið fé tæpir tveir milljarðar króna og skuldir um 833 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2023.

Árið 2022 hagnaðist fyrirtækið um rúmar 39 milljónir króna en afkoma ársins 2021 var 325 milljónir króna.

Stöndugt fjölskyldufyrirtæki

Meginstarfsemi félagsins er rekstur á kjötvinnslu og sala á matvöru en eigendur félagsins eru fjölskylda sem hefur stundað svínabúskap frá árinu 1935, að því er fram kemur á vefsíðu Stjörnugríss. Geir Gunnar Geirsson á helming fyrirtækisins en hann er jafnframt forstjóri þess. Hjördís Gissurardóttir á 30,44 prósenta hlut og systurnar Hallfríður Kristín og Friðrika Hjördís Geirsdætur hvor sinn 9,78 prósenta hlut. Í ársreikningnum kemur fram að stjórn leggi til arðgreiðslu að upphæð 145 milljón króna vegna rekstrarársins 2023.

FEK ehf. er einnig í eigu fjölskyldunnar en tilgangur þess er að reka og leigja út fasteignir og jarðir í búrekstri. Fasteignir félagsins í árslok 2023 voru, samkvæmt ársreikningi: Saltvík, Melar, Bjarnastaðir, Sléttaból og Kálfhóll, Ás, Ásland og Sómastaðir, Esjugrund 24 og 36, Árvellir, Brautarholt, Hýrumelur, Gil og Sætún. Félagið Svínaríki ehf. var stofnað árið 2022 utan um rekstur svínabús Stjörnugríss en það var tekið yfir af Stjörnugrís í upphafi árs 2024. Þá tók Stjörnugrís einnig yfir félög í sinni eigu sem héldu utan um rekstur gyltubúa sinna á Gili, Brimnesi og Hýrumel, öll til heimilis að Vallá á Kjalarnesi. Stjörnugrís á einnig dótturfélögin LL42, sem skráð er fyrir innflutningskvótum á landbúnaðarvörum, sem og stóran hluta félagsins Melaveita ehf.

Arðbær eggjaframleiðsla

Stjörnuegg, systurfélag Stjörnugríss, skilaði einnig góðri afkomu árið 2023. Heildarveltan nam um tveimur milljörðum króna og hagnaður félagsins reyndist um hálfur milljarður króna sem er um 60 prósenta hækkun frá árinu áður.

Stjörnuegg hf. er eggjaframleiðandi með aðsetur á Kjalarnesi. Félagið er í 79 prósenta eigu Hjördísar Gissurardóttur og Hallfríður Kristín og Friðrika Hjördís eiga hvor sinn ellefu prósenta hlut. Þær eiga jafnframt félagið Skurn ehf. með aðsetur á sama stað.

Skylt efni: stjörnugrís

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...