Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Glúmur frá Dallandi
Á faglegum nótum 8. janúar 2025

Glúmur frá Dallandi

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson, ráðunautur í hrossarækt.

Einn stóðhestur hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á ráðstefnu fagráðs í október en áður hefur verið fjallað um þá hesta sem hlutu afkvæmaverðlaun í sumar í blaðinu. Þetta er hesturinn Glúmur frá Dallandi en hann náði lágmörkum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi eftir útreikninga á kynbótamati nú í haust. Glúmur á nú 17 dæmd afkvæmi og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Ræktendum og eigendum, þeim Gunnari og Þórdísi í Dallandi, er óskað innilega til hamingju með þennan árangur. Hér á eftir er yfirlit yfir ættir Glúms og umsögn um afkvæmi.

Faðir: Glymur frá Flekkudal
Móðir: Orka frá Dallandi

Umsögn um afkvæmi: Glúmur frá Dallandi gefur hross um meðallag að stærð með myndarlegt höfuð og vel opin augu. Hálsinn er hvelfdur, mætti vera hærra settur en herðar eru háar og bógar skásettir. Bakið er burðugt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt, jafnvaxin og sterklega gerð, þrekin á bolinn. Fætur eru öflugir, hófar efnisþykkir. Glúmur gefur rúm, skrefmikil og hágeng hross sem eru yfirleitt fljót að ná jafnvægi á gangi, í meðallagi reist í reið. Þau eru rúm og takthrein á tölti, mættu vera svifmeiri og rýmri á brokki. Greiða stökkið er rúmt, hæga stökkið jafnvægisgott og takthreint. Glúmur gefur prúð hross með sterka yfirlínu og virkjamikið skref, viljug og yfirveguð, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f