Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glóbrystingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. janúar 2023

Glóbrystingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Glóbrystingur er algengur um alla Evrópu. Hann heldur sig oft í kringum híbýli manna, sækir sérstaklega í garða þar sem hann er mjög lunkinn að finna sér æti. Hann er fyrst og fremst skordýraæta en á veturna sækir hann einnig í ber, ávexti og fræ. Glóbrystingar hafa ekki sest að hérna á Íslandi en þeir eru algengir vetrargestir um allt land. Hér halda þeir gjarnan til í görðum þar sem fuglum er reglulega gefið að borða, þar fá þeir einnig skjól og standa ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Víða í Evrópu fylgja þeim miklar sögur og hjátrú. Margar þessar sögur eiga uppruna sinn í goðafræðum, keltneskum hefðum eða ýmsum trúarbrögðum. Mjög algengt er að finna teikningar eða myndir af glóbrystingi á póstkortum, frímerkjum, myndskreyttu leirtaui, servéttum, hvers kyns ílátum og ekki síst jólaskreytingum. Sennilega er ein helsta hjátrúin sú að hann sé boðberi látinna ættingja eða ástvina og að sjá glóbrysting tákni að andi þeirra sem maður hefur misst sé nálægt. Þegar póstmenn hinnar bresku konunglegu póstþjónustu klæddust rauðum einkennisbúningum á Viktoríutímabilinu fengu þeir viðurnefnið Robin sem er enska heitið á glóbrystingi. Þetta varð til þess að á svipstundu urðu glóbrystingar algeng myndskreyting á umslögum, póstkortum, frímerkjum og póstkössum þar sem þeir jafnvel héldu á umslögum líkt og póstmennirnir gerðu. Þessi hefð og hjátrú lifir enn þá góðu lífi í dag.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...