Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Mynd / Antanas Sakinis
Fréttir 30. janúar 2025

Glímueldhuginn Kjartan

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Glímusamband Íslands hefur útnefnt Kjartan Lárusson frá Austurey í Bláskógabyggð sem Glímueldhuga ársins 2024.

Með tilnefningunni vill stjórn Glímusambandsins koma á framfæri þakklæti fyrir framlag þeirra sjálfboðaliða sem gegna mikilvægu hlutverki í glímustarfi á Íslandi.

Glímueldhugi ársins 2024 hjá Glímusambandi Íslands, Kjartan Lárusson.
Byrjaði eftir þrítugt

„Ég er bara mjög stoltur og hrærður að vera valinn fyrsti eldhuginn hjá Glímusambandi Íslands. Ég fékk fyrst áhuga á glímu á unglingsárum þegar ég var að fylgjast með frændum mínum, Kjartani og Guðmundi Helgasonum í Haga. Sjálfur byrjaði ég ekki fyrr en ég var orðinn þrítugur, eða árið 1985, að keppa í glímu eftir að hafa verið mikið í blaki, körfubolta og fleiri greinum með Laugdælum. Við urðum til dæmis Íslandsmeistari í efstu deild í blaki árið 1979 og Íslands- og bikarmeistari árið 1980. Auk þess varð ég Íslandsmeistari í körfubolta í þriðju efstu deild 1976,“ segir Kjartan alsæll.

Eignast góða vini

Kjartan segist hafa keppt mikið í glímu frá árunum 1985 til 2007 og oftast verið í verðlaunasætum. „Ég varð meðal annars bikarmeistari Íslands, fjórðungsmeistari Suðurlands, skjaldarhafi Skarphéðins, Íslandsmeistari í sveitaglímu og í þriðja sæti í Íslandsglímu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kjartan.

Í dag er hann aðallega að dæma á glímumótum. „Það er mjög gefandi starf og mikið af góðu fólki sem maður kynnist og eignast góða vini, bæði dómara, keppendur og annað glímuáhugafólk,“ segir glímueldhuginn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...