Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
En nú nálgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjálfbæra fjölgun geita og bænda en betur má ef duga skal.
En nú nálgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjálfbæra fjölgun geita og bænda en betur má ef duga skal.
Mynd / BÞV
Af vettvangi Bændasamtakana 27. desember 2023

Gleymum ekki geitinni

Höfundur: Brynjar Þór Vigfússon, formaður búgreinadeildar geitabænda BÍ og formaður Geitfjárræktarfélags Íslands

Áhugi á geitum og afurðum þeirra eykst með hverju ári. Spunnin geitafiða, hágæða mjólkur- eða kjötafurðir seljast vel og eftirspurn oftast mikið meiri en framboð.

Brynjar Þór Vigfússon.

Einnig hefur þróast þó nokkur ferðaþjónusta í kringum geitina. Enda geitin skemmtileg og vinaleg og verðug til að auka hróður Íslands erlendis. Aðdáunarverður er óþrjótandi áhugi framtaksmikilla einstaklinga um allt land með sínar litlu hjarðir og vinnuna að baki við alla ræktunina og afurðirnar.

„Geitin er kýr fátæka mannsins“, er haft í flimtingum og líklegast rétt ef leitað er á tekjulistum en sé litið yfir ánægjuvogina má sjá geitabændur svífa hátt um á glaðlegu skýi. Ég fullyrði að allir geitabændur haldi geitur sér til skemmtunar með það að markmiði að viðhalda viðkvæmum stofninum á lífi. Tekjur og hagnaður eiga samt að fylgja með eins og í öllum öðrum búgreinum.

Ef ekki væri fyrir hugsjón og þrautseigju dugandi aðila værum við ekki með íslensku geitina á lífi því margt hefur dunið á. En nú nálgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjálfbæra fjölgun geita og bænda en betur má ef duga skal. Til að grundvöllur sé fyrir að hjarðir stækki, bændum fjölgi og hvati til meiri nýtingu afurða, verður að vera fjölþættur stuðningur í boði. Fjármagn, ráðgjöf, pláss á markaði og við umræðuborðið.

Geitabændur fagna hverju nýfæddu kiði, hverjum mjólkurlítra, afurðum á markaði og framþróun en þó sérstaklega nýjum bændum. Þó þýðir það að opinberar greiðslur til þeirra minnki umtalsvert ár frá ári. Gleðin lifir ekki lengi ef varnarbaráttan er endalaus og án sigra. Það er því dapurt fyrir greinina þegar umtalsverð hækkun er á nauðsynlegu stílabókinni, eftirlitsaðilinn gleymir að kíkja við eða að afurðastöðvar bjóði sláturgripum einungis upp á dagsparta til að komast að í vinnslu.

Þannig virðist stundum enn þá litið niður á eða framhjá greininni og er það mjög miður og ætti að vera markmið allra aðila að breyta því til batnaðar.

Við sem þjóð höfum tekið á okkur skuldbindingar við að vernda íslensku geitina sem við verðum þá einnig að standa við og þétt að baki. Því má það ekki enda að stórum hluta á ábyrgð geitabænda með sínu takmarkaða lausafé að halda lífi í geitastofninum. Stofninn er enn þá í bráðri útrýmingarhættu og ekki má mikið út af bregða svo illa fari aftur.

Hjálpum bændum við ræktun og í að koma afurðum sínum á markað og virkjum þannig betur hlutverk geitarinnar sem nytjadýr í matar- og menningarflóru landsins.

Vel gerðir ostar, grafinn vöðvi eða hægeldað geitalæri með ora grænum og brúnni er herramanns matur sem hentar við hvaða tilefni sem er. Því er nauðsynlegt að við stöndum saman í hvívetna þegar kemur að geitinni og sláum hvergi af. Til geitabænda segi ég, takk kærlega fyrir ykkar óeigingjarna starf við að viðhalda stofni af þrautseigju og hugsjón í erfiðu umhverfi. Höldum áfram og sýnum saman hvað í okkur býr.

Með hátíðarkveðju óska ég að við sýnum geitabændum hvers kyns stuðning og hjálpumst að við að halda lífi í geitinni og sveitinni á nýju ári.

Skylt efni: geitfjárrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...