Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Höfundur: Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárskraut, jólaskraut eða hvað sem er. Stykkið er prjónað frá hlið að hlið í klukkuprjóni með i-cord og tvöföldu prjóni.

DROPS Design: Mynstur cm-156.

Stærð: Breidd = ca 11 cm, hæð = ca 9 cm.

Garn: DROPS Cotton Merino (fæst hjá Handverkskúnst).
- 50 gr litur 06, kirsuberjarauður.
- 1 slaufa er ca 17 grömm.

Prjónar: nr. 3 - eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 44 umf með klukkuprjóni verði 10 x 10 cm.

Fylgihlutir: Næla eða snúra til að festa slaufuna með.

SLAUFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka sem ein lengja í klukkuprjóni með i-cord í hvorri hlið. Síðan er uppfitjunarkanturinn saumaður við affellingarkantinn. Síðan er prjónað miðjuband í tvöföldu prjóni – miðjubandið er fest utan um sjálfa slaufuna. Í lokin er saumuð niður næla eða snúra þrædd í gegnum miðjubandið á bakhlið á slaufunni þannig að hægt sé að festa slaufuna eða hnýta hana fasta.

KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ:

UMFERÐ 1 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

UMFERÐ 2 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

UMFERÐ 3 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 uppsláttur er eftir og 3 lykkjur, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

EFTIR UMFERÐ 3: Endurtakið síðan umferð 2 og 3.

TVÖFALT PRJÓN:

UMFERÐ 1 (= rétta): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.

UMFERÐ 2 (= ranga): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.

EFTIR UMFERÐ 2: Endurtakið umferð 1 og 2.

SLAUFA: Fitjið upp 19 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 22 cm. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu.

Fellið af. Saumið affellingarkantinn við uppfitjunarkantinn – saumið lykkju fyrir lykkju, þannig að það myndast hringur (passið uppá að réttan sé út, þ.e.a.s. að það sé brugðin klukkuprjóns-lykkja í hvorri hlið innan við i-cord kanta). Saumurinn er staðsettur fyrir miðju á bakhlið á slaufunni.

MIÐJUBAND: Fitjið upp 10 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið TVÖFALT PRJÓN framan og til baka – lesið útskýringu að ofan. Þegar miðjubandið mælist 6 cm, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 5 lykkjur. Fellið af. Leggið miðjubandið utan um slaufuna þannig að slaufan sé bundin saman í miðju. Saumið uppfitjunarkantinn við affellingarkantinn (saumurinn á að vera aftan á slaufunni).

FRÁGANGUR: Saumið nælu eða þræðið snúru í gegnum miðjubandið aftan á slaufunni til að festa slaufuna með.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...