Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Á myndinni eru þeir Rúnar Einarsson, Guðjón Sigurjónsson, Steinar Jónsson og Hrannar Erlingsson í sveit Málningar.
Á myndinni eru þeir Rúnar Einarsson, Guðjón Sigurjónsson, Steinar Jónsson og Hrannar Erlingsson í sveit Málningar.
Mynd / Aðalsteinn Jörgensen.
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti briddsspilara 65 ára og eldri sem fram fór í netheimum fyrir skemmstu.

Þorlákur Jónsson var meðal þeirra sem skipuðu lið Íslands og hlaut bronsið á Norðurlandamótinu. Hann landaði ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu heimsmeistaratitli í bridds árið 1991 í Japan. Það afrek gleymist aldrei. Í Yokohama nutu Þorlákur og makker hans á þeim tíma, Guðmundur Páll Arnarson, þess að búa yfir beittri sagntækni ásamt hinum tveimur íslensku pörunum, þeir notuðu hindranir af meiri þrótti en sést hafði og bjuggu yfir fjöldjöflum í vopnabúrinu sem rugluðu margan andstæðinginn í ríminu.

En vörnin skiptir alltaf miklu máli og vörnina spilar Þorlákur enn eins og kóngur líkt og þeir sem fylgdust með NM heldri spilara á dögunum sáu í beinni útsendingu á Real Bridds.

Þorlákur sat í vestur og átti út gegn fjórum hjörtum án þess að AV kæmu inn á sagnir. Öll útspil önnur en tígull hefðu gefið samninginn og Þorlákur fann að spila út tígli. Makker Þorláks, Sverrir Ármannsson, drap á einspilið og spilaði spaða um hæl. Sagnhafi reyndi svíninguna en kóngur Þorláks átti slaginn og hélt svo Þorlákur áfram með spaða. Þegar hann komst inn á trompásinn gaf hann makker sínum stungu, glæsileg vörn og talan í AV.

MFS: Monrad-keppni hjá BR

„Þetta eru vel æfðir menn,“ segir Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmaður í bridds, um spilarana í sveit Málningar sem unnu fyrsta keppniskvöldið í þriggja kvölda sveitakeppni sem spiluð er nú með Monrad-sniði í einum merkilegasta briddsklúbbi landsins, Bridgefélagi Reykjavíkur. Uppeldisstöð margra af sterkustu spilurum landsins í áranna rás.

Fjöldi briddsfélaga stendur fyrir vikulegum mótum um allt land. Eru nýir og óvanir spilarar velkomnir. Sú tíð er löngu liðin að nýliðar fái misjafnar móttökur. Bridds er spil fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Fyrst og fremst er bridds hugaríþrótt fyrir fólk sem vill hafa gaman af því að hitta annað fólk og brjóta heilann í leiðinni svo um munar.

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f