Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Mynd / Stefanía Sigurdís
Líf og starf 29. apríl 2025

Gjörið svo vel að líta inn!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hönnunarmars, ein helsta hátíð og kynning íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, var haldinn nýverið og margt forvitnilegt bar fyrir augu.

Íslenskir listunnendur gátu meðal annars heimsótt KJÖRBÚÐINA í Rammagerðinni við Laugaveg þar sem hönnunarteymið Til & frá kynnti og seldi ýmiss konar spennandi afurðir íslenskra geita og sauðfjár. Verkefnið er tenging íslenskra hönnuða við íslenska bændur í bland við nýsköpun þar sem hönnuðirnir þróuðu bæði áhöld svo og nýjar matvörur.

Einstakar vörur úr hágæða hráefni

Hönnuðirnir, þau Anna Diljá Sigurðardóttir, Elín Arna Kristjánsdóttir, Elín Margot, Helgi Jóhanns son og Kjartan Óli Guðmundsson, voru í samstarfi við geitabýlið Hrísakot, sauðfjárbýlið Hofstaði og Svæðisgarðinn á Snæ- fellsnesi. Verkefnið sækir innblástur í staðbundna hefð en sýnir þó þá möguleika sem felast í sauðfjárog geitabúskap. Var markmiðið að skapa einstakar vörur sem gera þessu hágæða hráefni hátt undir höfði og er ekki annað hægt að segja en það hafi nú aldeilis tekist vel.

Alls voru það tíu hönnuðir/ hönnunarteymi sem tóku yfir verslun Rammagerðarinnar á hátíðinni og voru verkin afar fjölbreytt. Gestir gátu til viðbótar við kynningu teymisins Til & frá kynnt sér grafíska hönnun, prjónalist, keramik, handblásið gler og þar fram eftir götunum. Gaman er að bæta því við að titill sýningarinnar var sóttur í gamlar auglýsingar verslunarinnar sem hófust gjarnan með þessum orðum: „Gjörið svo vel að líta inn“.

Gestum var boðið að smakka nýjar matvörur og drykki sem runnu ljúflega niður.

Skylt efni: hönnunarmars

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...