Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi.  Um borðaklippingar sáu eldri borgarar sveitarfélaganna hvort sínum megin ganganna.
Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi. Um borðaklippingar sáu eldri borgarar sveitarfélaganna hvort sínum megin ganganna.
Fréttir 23. janúar 2019

Gjörbreytir samgöngum á svæðinu og leysir af hættulegan veg um Víkurskarð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi. Vaðlaheiðargöng eru á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og er ætlað að leysa af veginn um Víkurskarð sem getur verið mjög erfiður og hættulegur yfirferðar á vetrum. 
 
Heildarlengd ganganna með vegskálum er um 7,5 kílómetrar. Með tilkomu þeirra styttist þjóðvegur 1 frá Akureyri til Húsavíkur um 16 kílómetra.
 
Framkvæmdir hófust við gerð ganganna sumarið 2013 og hafa þær staðið yfir síðan, eða í fimm og hálft ár. Forsaga gangagerðarinnar nær aftur til ársins 2002 þegar unnin var skýrsla um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og ári síðar stóð Eyþing fyrir stofun Greiðrar leiðar, félags um framkvæmd og rekstur Vaðlaheiðarganga, en að því stóðu þau 20 sveitarfélög sem mynduðu Eyþing auk 10 fyrirtækja.
 
 
Fornbílar óku um nýju jarðgöngin við opnunina.  
 
Fordæmalausar tafir
 
Félagið Vaðlaheiðargöng var stofnað árið 2011 um gangagerðina, Vegagerðin með 51% hlut og Greið leið með 49%. Upphaflega stóð til að opna göngin fyrir umferð síðla árs 2016, en fordæmalausar aðstæður, m.a. mikið rennsli bæði á heitu og köldu vatni, töfðu framkvæmdir verulega. ÍAV hf/Marti Constractors lts - Ósafl var aðalverktaki við gerð ganganna, Vegagerðin stýrði hönnun þeirra og veglínu, en verkfræðistofurnar Mannvit, Verkís, Efla og Verkfræðistofa Norðurlands veittu ráðgjöf við hönnun. Framkvæmdaeftirlit var í höndum GeoTek og Eflu. Hönnun og tæknileg útfærsla á gjaldtökukerfi var í höndum verkfræðistofunnar Raftákns og Stefna hugbúnaðarhús sá um forritun. 
 
Endurgreiðsla á tæpum 30 árum
 
Heildarkostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga er um 17 milljarðar króna og ráð fyrir því gert að hann verði endurgreiddur á 28 árum. Vegfarendur greiða veggjald fyrir að aka um Vaðlaheiðargöng og er það greitt í gegnum vefsíðuna veggjald.is eða tunnel.is og þar er að finna upplýsingar um gjaldskrá en eitt stakt gjald fyrir fólksbíl kostar 1.500 krónur. Hægt er að lækka þann kostnað með því að kaupa fleiri ferðir í einu. Stakt gjald fyrir bíla yfir 3.500 kíló er 6.000 krónur. 

7 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...