Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 15. nóvember 2023

Gjaldtaka hefst á bílastæðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 1. september 2024 hefst gjaldtaka á bílastæðum við Dyrhólaey í Mýrdal.

Í Dyrhólaey hafa innviðir verið efldir síðustu ár með nýjum bílastæðum, göngustígum og salernishúsi svo eitthvað sé nefnt. Rukkað er inn á salernin á staðnum. Mikil aukning gestafjölda hefur verið á svæðinu og rekstrarkostnaður fer því samhliða ört hækkandi. Má þar nefna viðhald, umsjón bæði svæðis og salernis, landvörslu og fleira. Þjónustugjöldin, sem verða innheimt á bílastæðunum munu alfarið renna í rekstur svæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Ingu Dóru Hrólfsdóttur hjá Umhverfisstofnun.

Caption

„Fundað hefur verið með sveitarfélaginu, sem er Mýrdalshreppur, og fulltrúa landeiganda og hefur komið fram á þeim fundum að þau séu sátt við þessa leið okkar. Þjónustugjöld, sem eru innheimt á bílastæði, eru einfaldari í framkvæmd heldur en fyrirkomulagið er núna, sem er gjaldavél og hlið inn á salernið. Verið er að vinna í að senda póst til helstu ferðaþjónustufyrirtækja og SAF til upplýsingar. Ákveðið var að gildistíminn væri um haustið því fyrirtæki eru þegar byrjuð að selja ferðir fyrir næsta sumar,“ segir Inga Dóra.

Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga; Matthildar Ólafsdóttur Valfells, Jóns Valfells og Vigfúsar Ásgeirssonar. Mýrdalshreppur á 53,86% Dyrhólaeyjar. Austur- og Vesturhúsajarðir í Dyrhólahverfi eiga sameiginlega nytjar í Dyrhólaey. Dyrhólaey var friðlýst sem friðland árið 1978 og er í umsjón Umhverfisstofnunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...