Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Líf og starf 8. október 2020

Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb

Höfundur: Ritstjórn

Ný stjórn hefur verið kjör­in á aðal­fundi Icelandic Lamb. Gísli S. Brynjólfsson tek­ur við for­mennsku fé­lags­ins af Söru Lind Þrúðardóttir, en tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í þriggja manna stjórn. Í stjórn­inni sitja nú ásamt Gísla, Eygló Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og matreiðslunemi og Steinþór Skúlason, framkvæmdastjóri SS sem situr áfram í stjórn sem fulltrúi Landssambands Sláturleyfishafa. Eygló var kjörin af Bændasamtökum Íslands en Gísli er fulltrúi Landssamtaka Sauðfjárbænda.

Auk Söru Lindar vék Oddný Steina Valsdóttir úr stjórn. Aðspurður er Gísli þakklátur fyrir það traust sem sauðfjárbændur sýna honum með stjórnarkjörinu og horfir bjartsýnn til framtíðar. Hann segir töluverð tækifæri liggja í markaðssetningu íslenskra matvæla erlendis og hlakkar til að vinna áfram að því að tryggja íslensku lambakjöti þá alþjóðlegu gæðaviðurkenningu sem það á svo sannarlega skilið.

Nýverið fékk Icelandic Lamb heimild til markaðssetningar til íslenskra neytenda, en skrifað var undir viðauka við samning Markaðsráðs Kindakjöts og Atvinnuvegaráðuneytisins um Aukið virði sauðfjárafurða í september. Samkvæmt viðaukanum verður markaðsstofunni heimilt að vinna að kynningar- og ímyndarmálum fyrir sauðfjárrækt undir formerkjum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði og bíða nýrri stjórn krefjandi verkefni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f