Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Gin- og klaufaveiki kom upp í Ungverjalandi í byrjun mars. Umfangsmiklar
ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnvalda og Evrópusambandsins
til að hindra frekari smit.
Gin- og klaufaveiki kom upp í Ungverjalandi í byrjun mars. Umfangsmiklar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnvalda og Evrópusambandsins til að hindra frekari smit.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 4. apríl 2025

Gin- og klaufaveiki eftir hálfrar aldar hlé

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Eftir 50 ára hlé berjast Ungverjar nú aftur við gin- og klaufaveiki. Hún greindist 7. mars á stóru nautgripabúi nálægt landamærum Slóvakíu.

lóvakíu. Strangar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu ungverskra dýraheilbrigðisyfirvalda og Evrópusambandsins til að hindra útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem greindist í hjörð mjólkurkúa á Györsvæðinu í vesturhluta Ungverjalands.

Fimmtíu ár eru síðan veiran greindist síðast í landinu. Kjötútflutningsmarkaður Ungverjalands er í lamasessi, útflutningur kjöts af búpeningi óheimill og takmarkanir á flutningi dýra innanlands. Hefur víðast verið lokað fyrir innflutning ungversks kjöts af nautgripum, svínum, kindum og hjartardýrum, þ.e. hráu kjöti og mjólkurafurðum, m.a. í Bretlandi.

Varúðarástand er einnig í Slóvakíu þar sem Györ-Moson-Sopronsýsla liggur að landamærunum. Dýragörðum hefur verið lokað. Viðbrögð við uppkomu pestarinnar í Evrópusambandsríkjum og öðrum löndum þar sem hún er ekki landlæg, eru fyrst og fremst að aflífa öll móttækileg dýr í þeirri hjörð sem sýkingin greinist í og jafnvel nágrannabúum í varúðarskyni.

Skv. Matvælastofnun hefur gin- og klaufaveiki ekki greinst í neinu öðru ríki Evrópusambandsins. Hún er aftur á móti landlæg í mörgum löndum heims og smit getur borist með ýmsum hætti milli landa. Ein algengasta smitleiðin er ólöglega innflutt matvæli. Gin- og klaufaveiki greindist í Þýskalandi í upphafi þessa árs og hafði þá ekki greinst í Evrópusambandsríki síðan 2011. Aðgerðir í Þýskalandi tókust vel og veiran var fljótt upprætt. Engin þekkt tenging er milli smitsins í Þýskalandi og þess sem nú kom upp í Ungverjalandi.

Gin- og klaufaveikiveiran sýkir ekki fólk og því stafar ekki hætta af umgengni við sýkt dýr né neyslu afurða. 

Skylt efni: gin- og klaufaveiki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...