Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gildi menningarlandslags
Fréttir 12. september 2016

Gildi menningarlandslags

Samtök ferðaþjónustunnar ásamt samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði standa fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 16. sept. nk. þar sem gildi menningarlandslags verður í brennidepli. Þar verður fjallað um samspil atvinnuvega við þróun sveitamenningar og sjálfbærrar ferðaþjónustu. Meðal fyrirlesara er Katrina Rönningen prófessor við Háskólann í Þrándheimi en hún mun lýsa sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags. 

Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá sig hér

Dagskrá 
Ávarp: Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála 

Erindi: 
Sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags 
Katrina Rönningen, rannsóknarprófessor við Háskólann í Þrándheimi 

Sauðfjárrækt og ferðaþjónusta 
Hjalti Jóhannesson, aðstoðarforstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri 

Ferðaþjónustubóndinn og sveitamenningin 
Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Félags ferðaþjónustubænda 

Lokaorð: Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda 

Fundarstjóri: Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 

Fundarstaður: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík. 

Fundartími: Föstudag 16. september nk. kl. 08:30 – 10:30

Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...