Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur sem var haldinn í gær. Nær undantekningalaust tóku kauptilboð mið af settu hámarksverði, eða 294 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, sem varð því jafnvægisverð.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu bárust 13 gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur en gild tilboð um kaup voru 209. Þetta er annar markaðurinn með greiðslumark eftir að samið var um endurskoðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. Þetta er hins vegar fyrsti markaðurinn eftir að ákveðið var að hámarksverð á markaði myndi nema þreföldu afurðastöðvaverði.

Þrjú kauptilboð undir jafnvægisverði

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins. Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru þrjú.

„Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 294  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Niðurstöður tilboðsmarkaðarins voru annars eftirfarandi:

  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 845.349 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru  9.762.556 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 845.349 lítrar að andvirði 248.532.606 kr.
  • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 42.499 lítrar.  Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 12.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f