Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það er notaleg stemning hjá gestum Ögurballsins í Ísafjarðardjúpi.
Það er notaleg stemning hjá gestum Ögurballsins í Ísafjarðardjúpi.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem er um helgina, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.

Þriðja helgin, 19.–21.júlí

-Húnavaka hófst miðvikudagskvöldið 17.júlí með Slagarasveitinni og Stjórnin og Emmsjé Gauti skemmta á laugardagskvöldinu. Þétt og fjölbreytt dagskrá verður út helgina og næsta víst að allir gestir geta fundið sér skemmtan við hæfi.

-Alþjóðlega listahátíðin LungA stendur í vikutíma á Seyðisfirði, frá 15.–21. júlí. Listasmiðjur, sýningar og magnaðir tónleikar eins og vani er.

-Sápuboltahelgi verður haldin á Ólafsfirði þann 19. júlí, mikið stuð fyrir alla.

-Bryggjudagar í Langanesbyggð, Þórshöfn verða haldnir og er von á miklu stuði þegar Hvannadalsbræður trylla lýðinn.

-Hið vinsæla Ögurball verður haldið í samkomuhúsinu í Ögri þann 20. júlí.

-HlaupahátíðVestfjarðaverðurhaldin18.–21.júlí en umræðir sund-hjól-hlaup- þríþraut sem gott er að skrá sig í sem fyrst á síðunni hlaupahatid.is.

-Þann 20. júlí verður Bryggjuhátíðin á Drangsnesi haldin eftir nokkurn dvala.

-Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíðin 2024 verður í Hljómskálagarðinum 19.–21. júlí. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar, keppnin um Bestagötubita Íslands 2024, tónlist og leiktæki og hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina.

-Sumar & bjórhátíð LYST fer fram í Lystigarðinum á Akureyri.

-Sumarhátíðin Kátt í Kjós fer fram að venju, nú þann 20. júlí.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...