Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskir framleiðendur eru framsæknir og rækta gerberu allt árið með notkun vaxtarlýsingar.
Íslenskir framleiðendur eru framsæknir og rækta gerberu allt árið með notkun vaxtarlýsingar.
Á faglegum nótum 23. nóvember 2020

Gerbera – óvenju glæsilegt blóm til afskurðar

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Af öllum þeim tegundum afskorinna blóma sem eru ræktaðar á Íslandi í dag býður ein þeirra upp á óvenjulega fjölskrúðugt litaúrval og blómfegurð. Þessi tegund er gerbera, sem einnig hefur verið kölluð glitkarfa á íslensku. Hún hefur verið ræktuð hér í áratugi og nýtur verðskuldaðrar athygli hjá blómafólki.

Gerbera er af körfublómaætt, eins og túnfífill, baldursbrá, hóffífill, vallhumall og margar fleiri tegundir úr íslenskri náttúru. Þótt körfublómaættin sé afar tegundaauðug telur gerberuættkvíslin aðeins um 30 tegundir. Þær vaxa villtar á suðurhveli jarðar, í Suður-Afríku, Suður-Ameríku og í Tasmaníu. Sú tegund sem er notuð í ræktun á uppruna sinn að rekja til Mpumalanga-héraðs í Suður-Afríku. Þar þrífst hún í graslendi í sendnum og þurrum jarðvegi. Á ensku kallast tegundin ýmist Transvaal-daisy eða Barberton daisy.

Gerbera er af körfublómaætt, eins og túnfífill, baldursbrá, hóffífill og vallhumall.

Uppgötvuð í Afríku

Ættkvíslin var fyrst uppgötvuð í Afríku af hollenska grasafræðingnum Jan Frederik Gronovius árið 1737. Hann nefndi ættkvíslina til heiðurs vini sínum, Traugott Gerber, sem var læknir að mennt en lagði sig eftir leit að lækningajurtum. Sú tegund sem við þekkjum í ræktun, Gerbera jamesonii, er nefnd eftir skoska gullleitar- og athafnamanninum Robert Jameson. Robert þessi fann tegundina þar sem hún óx nærri gullnámum hans í S-Afríku og að endingu barst hún til grasafræðinga í Kew á Englandi. Henni var fyrst lýst árið 1889. Tegundin þótti forvitnileg en var ekki tekin til ræktunar af alvöru fyrr en um 1950. Síðan þá hefur hún heldur betur slegið í gegn.

Ræktun, kynbætur og fjölbreytt notkun

Gerbera er nothæf sem pottablóm og erlendis er hún víða notuð sem fjölær garðplanta. Langvinsælust er hún samt til afskurðar. Eins og títt er með plöntur hefur gerbera verið kynbætt töluvert eftir að sýnt þótti að hún yrði hentug til ræktunar. Leitast er við að ná fram auknum gæðum í ræktun, litaúrvali og endingu. Það starf hefur skilað sér ljómandi vel enda er tegundin í fimmta sæti yfir vinsælustu afskornu blómin í heiminum í dag. Ótal afbrigði gerberu eru í boði og framboð á þeim fer ekki síst eftir því hvernig tískustraumar leika um okkur. Litaúrvalið er nánast óendanlegt og stærð, lögun og útlit blómkörfunnar er að sama skapi fjölbreytt.

Gerbera er nothæf sem pottablóm og erlendis er hún víða notuð sem fjölær garðplanta.

Daglengdin skiptir máli

Íslenskir framleiðendur eru framsæknir og rækta gerberu allt árið með notkun vaxtarlýsingar. Daglengdin hefur áhrif á blómgunina. Ef daglengdin er sem næst 12 klukkustundir á sólarhring er blómmyndunin örust en á sumrin þegar dagurinn er lengstur reynist erfiðara að halda henni í hámarki. Ræktendur hafa því hagað ræktuninni þannig að á sumrin, þegar notkun landsmanna á afskornum blómum er hvað minnst, er hægt á framleiðslunni og plönturnar byggðar upp en á veturna geta ræktendur stýrt daglengdinni með vaxtarlýsingunni.

Hægt er að fjölga gerberu með sáningu og fást þannig frambærilegar plöntur. Algengara er samt að notast við skiptingu plantnanna eða sérhæfða fjölgun með vefjaræktun.

Þegar kemur að uppskeru eru blómin tekin a.m.k. annan hvern dag og geymd í kæli. Reglulegir flutningar frá framleiðendum tryggja að íslenskar gerberur koma ferskar á markaðinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f