Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 17. júlí 2019

Gera ekki ráð fyrir að draga úr losun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úttekt á losun kolefnis hjá þeim stórfyrirtækjum sem losa mest sýnir að fjórðungur þeirra standast ekki kröfur um losun eða að draga úr henni. Enn fremur sýnir úttektin að innan við helmingur fyrirtækjanna tekur tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við áætlana- og ákvörðunartöku.

Samkvæmt úttekt Grantham rannsóknarstofnunarinnar í loftslagsmálum, sem starfrækt er við London School of Economics, eiga mörg stórfyrirtæki sem losa mikið af kolefnum úr í andrúmsloftið langt í land með að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að draga úr losun. Hjá um fjórðungi fyrirtækjanna er losunin langt yfir viðmiðunarmörkum, mörg fyrirtæki neita að gefa upplýsingar um magn losunarefna og ríflega helmingur þeirra virðist ekki hafa í hyggju að draga úr losuninni þar sem ekki er tekið tillit til hennar í áætlanagerð þeirra.

Úttekt Grantham-rannsókna­stofnunarinnar náði til 274 þeirra stórfyrirtækja í heiminum sem eru opinberlega skráð og losa mest af kolefni út í andrúmsloftið. Af 160 fyrirtækjunum sem losa mest höfðu einungis 20, eða eitt af hverjum átta á heimsvísu, dregið úr losun í því magni að það standist kröfur Parísasamkomulagsins. Úttektin sýndi einnig að einungis 12% fyrirtækjanna hafi gert áætlanir eða sýni raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Fyrirtækin sem um ræðir starfa á sviði olíu- og gasframleiðslu, ál-, orku- og bifreiðaframleiðslu auk flugsamgangna. Losun fyrirtækjanna er samtals talin nema meira en 40% af allri losun einkafyrirtækja í heiminum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...