Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin.
Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin.
Fréttir 30. maí 2022

Genabreytt svínshjarta sem grætt var í sjúkling reyndist vera sýkt af svínaveiru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var grætt genabreytt svínshjarta í Banda­ríkjamann sem þjáðist af ólækn­andi hjartasjúkdómi. Aðgerðin sem slík tókst vonum framar en nú hefur komið í ljós að ígrædda svínshjartað var sýkt af svínaflensu og hjartaþeginn látinn tveimur mánuðum síðar.

Aðgerðin, sem var framkvæmd á vegum University of Maryland School of Medicine, þótti marka tímamót og vera stórt skref fram á við í rannsóknum og framkvæmd á millitegunda­líffæragjafa. Sjúkling­urinn sem um ræðir var við dauðans dyr þegar hann undirgekkst hjarta­aðgerð í janúar síðastliðnum.

Dældi blóði af krafti

Nokkrum dögum eftir að hjarta sjúklingsins var skipt út fyrir svínshjartað virtist allt í lukkunnar velstandi og hjartaþeginn sat uppi í rúmi sínu. Mælingar sýndu að hjartað dældi blóði af krafti um líkamann og vann eins og hjarta rokkstjörnu í góðu líkamlegu formi. Rúmum mánuði eftir aðgerð­ina fór að halla undan fæti hjá hjarta­þeganum og tveimur mánuðum eftir aðgerðina var hann látinn. Í yfirlýsingu sem Maryland School of Medicine sendi frá sér vegna andlátsins í mars síðastliðinn sagði talsmaður háskólans að engin augljós orsök væri tilgreind fyrir andlátinu og að beðið væri frekari niðurstaðna rannsókna því tengdu.

Hjartað sýkt

Núna hefur komið í ljós að svínshjartað sem notað var við ígræðsluna var sýkt af svokallaðri svínacýtómegalóveiru og að með aðgát hefði verið hægt að koma í veg fyrir sýkingu og dauða sjúklingsins af hennar völdum.

Líffærasvín

Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin og eiga því að vera laus við vírusa. Líftæknifyrirtækið Revivicor, sem ól svínið, hefur neitað að tjá sig um málið og ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna þess.

Sérfræðingar á sviði milliteg­unda­ígræðslu segja að þrátt fyrir dauða sjúklingsins af völdum veirunnar hafi aðgerðin gengið vel og að í framtíðinni ætti að vera hægt að koma í veg fyrir sýkingar af þessu tagi.

Helsta hindrunin fyrir líffæra­ígræðslu úr dýrum í menn er ónæmis­kerfi mannsins sem ræðst á framandi frumur í ferli sem kallast höfnun. Til að forðast höfnun hafa líftæknifyrirtæki verið að þróa svín þar sem búið er að fjarlægja sum gen og bæta öðrum við til að draga úr hættu á höfnun.

Tilraunir á heiladauðu fólki

Rannsóknir með millitegunda­ígræðslur hafa aukist talsvert síðustu árin og hafa meðal annars verið gerðar tilraunir með að græða lifur, nýru og hjarta úr bavíönum og svínum í heiladautt fólk.

Veirur geta stökkbreyst í nýjum hýsli

Þeir sem lengst hafa gengið í að gagnrýna aðgerðir af þessu tagi segja að með milliteg­undaígræðslum skapist mögu­leikar á að hættulegir vírusar berist milli tegunda og stökkbreytist í
nýja hýslinum.

Þeir geti síðan borist með heilbrigðisstarfsfólki út í samfélagið og valdið faraldri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...