Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gemlufall
Bóndinn 12. ágúst 2021

Gemlufall

Gemlufall í Dýrafirði er við norðanverðan Dýrafjörð og var fyrst getið í Gísla sögu Súrssonar sem gerist seint á 10. öld en það var á Gemlufallsheiðinni þar sem hann sagði hin frægu orð „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“. 

Hjónin Elsa María og Jón Skúlason tóku við búinu 1994 en áður bjó Jón í félagsbússkap á bænum með foreldrum sínum þar sem var mjólkurframleiðsla og fjárbúskapur.

Býli:  Gemlufall.

Staðsett í sveit:  Við norðanverðan Dýrafjörð.

Ábúendur: Elsa María og Jón Skúlason.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 4 dætur, Ástey, Margrét Ástrós, Hafdís Katla, Heiðdís Birta og fóstursoninn Ólaf Ísak. 3 barnabörn, Inga Hrafn, Margréti Auði og Söru Diljá og svo er eitt til viðbótar væntanlegt í ágúst.  Dæturnar eru allar uppkomnar og fluttar að heiman en koma mikið heim ásamt mökum og barnabörnunum.

Gæludýr á bænum eru hundarnir Tinna og Stella, og 4 fiskar.

Stærð jarðar?  Jörðin Gemlufall mælist um 619 hektarar og  svo eigum við einnig jörðina Lækjarós. 

Gerð bús? Í dag er á bænum fjárbúskapur, nautaeldi, nokkrar hænur og ferðaþjónustu einnig erum við þátttakendur í Beint frá býli. Mjólkurframleiðsla lagðist af 2020.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?

Hefðbundinn dagur í sveitinni er eitthvað á þá leið að við förum á fætur, fáum okkur morgunmat og kaffi áður en farið er að huga að dýrunum, svo er athugað með stöðu væntanlegra gesta í ferðaþjónustunni.  Svo er bara gengið í það sem þarf að gera, en það er eitt af því sem sem er svo skemmtilegt við það að búa í sveit að fjölbreytnin er mikil og enginn dagur er eins. Það eru auðvitað þessi stærri hefðbundnu störf eins og girðingavinna, heyskapur, sauðburður, smölun og slíkt en líka þrif í kringum bæinn og dýrin og svoleiðis. Svo reynum við líka alltaf að njóta líka, ferðast og hafa gaman af lífinu. Elsa María er starfandi utan búsins sem sérkennslustjóri í leikskólanum Sólborg á Ísafirði.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er öll vinna skemmtileg í góðu veðri, nema að þrífa hænsnakofann það er alltaf leiðinlegt. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum fyrir okkur vaxandi ferðaþjónustu og þá líka meiri þjónustu við ferðafólk.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Brauðostur og heimagerð aðalbláberjasulta. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúin pitsa, kjötsúpa, steiktur fiskur svo er kalkúnninn á jólunum algjört uppáhald.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar húsið okkar hjóna kom með skipi til Þingeyrar fullbúið með ísskáp, hægindastól og fleiru og var svo flutt að Gemlufalli á vörubíl, híft af með krana og var nánast hægt að stinga í samband og flytja inn.

Dæturnar Heiðdís, Magga Rós, Ástey og Hafdís Katla.

Ólafur Ísak, Ingi Hrafn og Margrét Auður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...