Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ingvi Stefánsson í ræðustól á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands. „Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar og innfluttar hafa neytendur alltaf staðið með okkur í verki.“
Ingvi Stefánsson í ræðustól á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands. „Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar og innfluttar hafa neytendur alltaf staðið með okkur í verki.“
Mynd / HKr.
Fréttir 9. maí 2018

Geldingar í svínarækt nær aflagðar á Íslandi – líklega einsdæmi í heiminum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ingva Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir neytendur ekki nógu upplýsta um að geldingar á grísum séu nánast aflagðar á Íslandi. Þá séu dýrin laus við fjölónæmar bakteríur og íslenskir svínabændur hafi verið að innleiða ásamt Norðmönnum metnaðarfyllstu löggjöf í heimi þegar kemur að velferð svína.
 
 Ingvi sagði á aðalfundi Svínaræktarfélagsins nýverið að svína­bændur kvörtuðu gjarnan undan óvæginni umræðu í sinn garð og finnist ómaklega að þeim vegið í opinberri umræðu. 
 
„Við verðum hins að viðurkenna að á sama tíma höfum við ekki staðið okkur í því að upplýsa fyrir hvað við stöndum. Það er nefnilega svo ótrúlega margt jákvætt við okkar framleiðslu sem við gleymum að segja frá,“ sagði  Ingvi.
 
„Nýjasta dæmið eru upplýsingar frá Matvælastofnun þar sem enn og aftur er staðfest eftir sýnatökur í sláturhúsum í byrjun þessa árs að fjölónæma bakterían MRSA, eða MÓSA upp á okkar ylhýra, finnst ekki í íslenskri svínarækt. Erum við kannski eina landið í Evrópu sem er laust við þessa bakteríu í okkar búgrein? 
 
Hvað höfum við gert til að upplýsa neytendur um að við séum að taka upp metnaðarfyllstu löggjöf í heimi – ásamt Norðmönnum –  þegar kemur að velferð svína? 
 
Geldingar aflagðar á Íslandi - líklega einsdæmi í heiminum
 
„Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum, að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa batnað verulega að undanförnu.“
 
Neytendur hafa staðið með íslenskum svínabændum
 
„Og síðast en ekki síst, neytendur. Þeir hafa nú aldeilis reynst okkur vel í gegnum tíðina. Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar og innfluttar hafa neytendur alltaf staðið með okkur í verki. Það hafa þeir gert með því að velja íslenskt svínakjöt í síauknum mæli síðustu áratugi. 
 
Vissulega hefur innflutningur á svínakjöti aukist mjög mikið á síðustu árum, en af hverju er það? Við höfum einfaldlega ekki annað eftirspurn. Það er því fyrst og síðast okkar að halda áfram að þjónusta neytendur þ.a. þeir geti haldið áfram að velja okkar vöru, því það vilja þeir svo sannarlega. Því endurtek ég: Það er svo ótrúlega margt jákvætt við okkar framleiðslu sem við gleymum að segja frá. Því er ég sannfærður um að ef okkur tekst að upplýsa neytendur um fyrir hvað við stöndum sé framtíðin björt,“ sagði  Ingvi Stefánsson. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f