Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Fréttir 2. apríl 2024

Geitapylsur, ærkjöt, geitaostar og sauðamjólkurís

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matarmarkaður smáframleiðenda matvæla var haldinn á 1. hæð aðalbyggingar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 7. mars.þar sem gestir gátu nælt sér í margvíslegar krásir úr smiðju matarfrumkvöðla úr þéttbýli og af landsbyggðinni.

Markaðurinn var haldinn í kjölfar málþingsins Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu, þar sem Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, fór yfir stöðu og horfur fyrir sína félagsmenn. Íþyngjandi regluverk utan um þessa tegund matvælaframleiðslu er talin vera helsta ógnin og hamlar frekari framþróun.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð árið 2019 og þar innanborðs eru bændur úr félagsskapnum Beint frá býli sem stofnaður var árið 2008. Af þeim 208 framleiðslufyrirtækjum sem eru í samtökunum eru 75 prósent á landsbyggðinni en 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu.

Á markaðinum mátti meðal annars finna geita-, lamba- og ærkjöt í ýmsum myndum, pylsur, paté, kæfur, ostar, sinnep, síróp og hlaup, krydd, hvítlaukssalt, sveppasalt, harðfisksnakk, sultur og marmelaði, te, drykkir úr íslenskum jurtum og skógarafurðum, sælkerapoppkorn, frostþurrkað sælgæti, bakkelsi, konfekt og ís. Bændur og smáframleiðendur eru með ýmislegt annað handverk á sínum prjónum en matvæli og á markaðnum mátti einnig finna sápur, krem, gærur, sauða- og geitaband, uppskriftir og prjónapakka.

9 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...