Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2018

Geitakjöt, kindakjöt, fiðuband og geitaskinn frá Stórhóli í Skagafirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bændur á Stórhóli í Skaga­firði buðu gestum á landbúnaðar­sýningunni í Laugardalshöll  upp á  geitakjöt í neytendapakkningum, ásamt öðrum afurðum af geitum, eins og band úr fiðu og sútuð skinn.
 
Geitakjötið rauk út og fengu færri en vildu af sumum bitunum, enda ekki nema 1.200 geitur á landinu og heildarframboðið því lítið. Þau voru því líka með á boðstólum lambakjöt og ærkjöt sem gerði líka mikla lukku.
 
Flottar viðtökur
 
„Við höfum fengið mjög flottar viðtökur og alls ekkert hægt að kvarta yfir því,“ sagði Sigrún Helga Indriðadóttir.
 
„Það er gaman að kynna kiðlingakjötið fyrir fólki, enda er þetta vara sem fæst ekki í búðum. Bændur eru yfirleitt að selja þetta sjálfir. Kiðlingakjöt er nýtt á markaðnum, en fólk er mjög áhugasamt um að fræðast um þetta og tilbúið að prófa.“ 
 
Með 30 geitur og gengur vel
 
Sigrún segir að geitabúskapurinn gangi vel. 
„Við erum með 30 geitur. Sumar eru uppátækjasamari en aðrar, en þetta eru mjög skemmtileg dýr og mannelskar.  Kiðlingar sem maður er að eiga við verða mjög mannelskir og þeir gleyma því ekkert þótt þeir fari á fjall, ólíkt lömbunum hjá sauðfénu. Svo er ég er líka með gallerý og húsdýraheimsóknir.“
 
– Eruð þið að nýta fiðuna [ullina] af geitunum líka?
 
„Já, við gerum það. Ég kembdi í fyrsta skipti af einhverju viti í vor og sendi fiðuna í Uppspuna –Smáspunaverksmiðju á Hellu. Hún spann þetta fyrir mig.“
 
Sigrún segir mikinn mun eftir að verksmiðja Uppspuna var sett á fót. Áður þurfti að senda alla fiðu til Noregs sem var mikil fyrirhöfn og kostnaðarsamt. 
 
Skinnin sútuð á Sauðárkróki
 
„Nú svo læt ég súta skinnin fyrir mig líka og sel þá stykki  í handverk eða bara skinn í heilu lagi. Karl Bjarnason, sútari á Sauðárkróki, sútar fyrir okkur,“ segir Sigrún.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...